Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Qupperneq 86
88
hefur orðið 15 hestar af heyi á ha. eða meira, og 4)
Tilraunir á óræktaðri jörð, þar sem uppskeruaukning-
in hefur orðið undir 15 hestum af heyi af ha. Á töflu
I er færð uppskera hvers liðs, reiknuð út í heyhestum
af ha. og loks dregin út meðaluppskera af tilraunalið
í hverjum flokki. Þetta sama sýna myndirnar 1—4.
Súlurnar á myndunum sýna meðaluppskerumagn af lið
í hverjum flokki. Súlurnar eru merktar með tölunum
1—9 og svara til sammerktra liða á töflunum. Láréttu
iínurnar sýna, til hve margra heyhesta af ha. hver súla
svarar. Á töflu II er uppskeruaukning hvers liðs í
hverri hinna 40 tilrauna færð. Uppskeruaukningin er
fundin á þann hátt, að uppskera hinna einstöku á-
burðarliða er borin saman við óáborið og er hún færð
á töflunni í heyhestum af ha. Síðan er fundin meðal-
uppskeruaukning hvers liðs í hverjum tilraunaflokki,
og svara þær tölur til svarta hlutans af súlunum á
mynd 1—4, en hvíti hlutinn svarar til meðaluppskeru
óábornu liðanna. Að lokum eru aftast á töflu II, 3 dálk-
ar, þar sem tilbúnu áburðartegundunum eru gefnar
einkanir, eftir því hve miklar verkanir þær virðast
hafa haft í tilraununum. Gildi þessara einkana er
þannig: 0 merkir engin áhrif, ? vafasöm áhrif, x lítil
áhrif, xx nokkurar verkanir og xxx miklar verkanir.
Auðvitað geta þessar einkanir aldrei orðið nákvæmar
og oft getur orkað tvímælis, hvaða einkun beri að setja,
en fyrir þá, sem óvanir eru að lesa úr áburðartilraun-
um, eru þessar einkanir góð hjálp.
Vér skulum nú athuga hvað hægt er að læra af þess-
um tilraunum alment séð.
Ef vér lítum fyrst á verkanir húsdýraáburðarins, þá
sjáum vér strax, að þær eru yfirleitt litlar og verður
þetta skiljanlegt, þegar vér athugum það, að áburðar-
magnið, sem notað er af húsdýraáburði, er mjög lítið,