Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Síða 52
54
d. Ársritiö.
Þar sem 25 ára afmæli félagsins fór í hönd, var sú
ráðstöfun gerð, að láta Ársritið ekki koma út fyr en
að áliðnum þessum vetri, en gera það aftur á móti
nokkru fyllra að efni og útbúnaði, heldur en verið
verið hefur að undanförnu.
5. Verklegar framkvœmdir og undirbúningur þeirra.
Á síðastliðnu vori var byrjað á hlöðubyggingu á
Galtalæk. Hlaðan, sem þar var fyrir, var úr torfi og
grjóti, mjög hrörleg og rúmaði aðeins 100 hesta af
heyi. Þessi hlaða var rifin og byrjað að steypa nýja
hlöðu. Hlaða þessi á að verða 16 m. á lengd og 6 m. á
breidd og var að þessu sinni rúmur helmingur hlöð-
unnar steyptur og gerður svo úr garði, að hægt var að
láta í hana hey. Kiomst öll taðan í hlöðu þessa og var að
því hið mesta hagræði.
Eins og drepið er á í síðustu skýrslu, þá tók Rækt-
unarfélagið á þessu ári um 10 ha. af nýju landi á erfða-
festu af Akureyrarbæ. Auk þessa festi félagið kaup á
4 dagsláttu túni, sem er áfast við tún félagsins. Tún
þetta var alt í nokkurri rækt en ekki sléttað nema að
hálfu leiti. Hefur félagið með löndum þessum fengið
nýtt verkefni til ræktunar og tilrauna.
6. Fjdrhagurinn og framtíðarstarfsemin.
Eins og reikningar þeir, sem birtir eru í þessu Árs-
riti, bera með sér, þá hefur fjárhagur félagsins batnað
til muna árið 1926. Hvernig niðurstaða þessa árs verð-
ur er ekki hægt að segja ákveðið, þar sem reikningar
félagsins eru ekki gerðir upp ennþá. Þó má fullyrða að
útkoma þessa árs verði eigi lakari heldur en ársins
1926. Skuldir út á við lækka sennilega um 4—5000 kr.,