Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Qupperneq 58
60
húsið með miðstöðinni í sumar, eftir að næturfrost
voru um garð gengin.
Flest af fjölæru blómunum í Stöðinni náðu því að
blómstra vel. Líkt má segja um margt af sumarblóm-
unum, sérstaklega þau, sem plantað var út. Þau, sem
sáð var til úti, blómstruðu ekki nærri öll.
Reynt var með nokkrar nýjar frætegundir af fjöl-
ærum plöntum, spíruðu sumar þeirra sæmilega vel, og
plönturnar voru á góðum vegi í haust.
Matjurtir.
Ýmsum káltegundum var sáð í kassa í vermihúsinu
síðast í mars og nokkrum aftur 5. maí. Fræið spíraði
vel. Því káli, sem fyrst var sáð, varð að planta um,
fyrst í kassa, síðan í sáðreit og svo út í garðinn. Þess-
um plöntum1 farnaðist öllum vel og voru þær orðnar
stórar þegar þeim var plantað út í garðinn 1. júní.
Af blómkálinu setti Erfurter Dværg fyrst höfuð,
voru komin á það sæmilega góð höfuð 9. júlí.
Stor Dansk og Snebold, komu að minsta kosti 14
dögum seinna með höfuð, en þau höfuð voru þá líka
stærri og jafn þéttari. Þyngstu höfuðin voru um 1 kg.
Stor Dansk hafði jafn stærst höfuð, svo líklega hefur
það gefið besta uppskeru.
Kálið, sem sáð var í maí, kom með góð höfuð eftir
miðjan ágúst.
Hvítkál, Ditmarsker, hafði stór og góð höfuð seint í
júlí, þau bestu hvítkál, sem við höfum haft hér. Og
um miðjan ágúst var svo að segja hver planta, af því
afbrigði búin að fá gott höfuð.
Þyngstu höfuðin voru 2/2 kg. og mörg 2 kg.
Köbenhavns Torv setti einnig góð höfuð.
Rauðkál þroskaðist með besta móti, höfuðin voru
heldur lítil, en þétt og góð.