Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Side 32
34
til þess að hægt væri að setja upp sérstaka deild við
félagið, sem verslaði með landbúnaðarvörur og aðskilin
væri frá öðrum starfsliðum þess. Aftur á móti var hún
svo mikil og umsvifasöm að hún hlaut að taka mikið af
tímla framkvæmdastjórans frá öðrum störfum og út-
heimti talsvert veltufé, jafnvel þó vörurnar greiddust
vel og skilvíslega. Verslun þessari fylgdi líka talsverð
áhætta, sem oftast lenti að mestu eða öllu leyti á félag-
inu, einkanlega kom þetta glögt í ljós á stríðsárunum.
Framkvæmdastj. hafði mjög slæma aðstöðu til að
tryggja sér sambönd og hagkvæm vörukaup. Það var
því fyrst eftir að félagið hafði orðið fyrir verulegum
skakkaföllum af versluninni á stríðsárunum, að það
fara að korna fram á fundum félagsins raddir um að
leggja verslunina niður, enda kemst það í framkvæmd
1923—24. Tímarnir voru þá orðnir mjög breyttir frá
því, sem verið hafði, þegar félagið hóf verslunina.
Búnaðarfélag íslands hafði þá orðið verkfæraútvegun
undir umsjón sérstaks verkfæraráðunauts og S. i. S.
var líka byrjað á verslun með verkfæri, áburð, fræ o.
fl. Aðstaða þessara aðila var mun betri til þess að hafa
þessa verslun með höndum heldur en Ræktunarfélags-
ins, enda var félagið búið að leysa af höndum það hlut-
verk, er það hafði sett sér með verslun sinni, að út-
breiða vörurnar á félagssvæðinu og stuðla að því, að
þær yrðu að almennum verslunarvarningi.
Að félagið hafi með verslun sinni unnið mikið og
þarft verk verður tæplega deilt um; hitt getur verið
vafamál, hvort eigi hafi verið of seint unnið að því, að
flytja verslunina í hendur þeirra stofnana, sem höfðu
betri aðstöðu en Ræktunarfélagið til þess að sinna
versluninni og sneiða hjá þeim skakkaföllum, er þeirri
atvinnugrein fylgir sérstaklega á þeim tímum, þegar
alt verðlag og viðskifti eru snöggum og ófyrirsjáan-