Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Qupperneq 48
50
tapa ískyggilega miklu af jurtanærandi efnum áburð-
arins, vegna þess hve ófullkomnar áburðaraðferðir '
vorar eru.
d. Samanburður á kúamykju, tilbúnum áburði, tilbún-
um áburði kúamykju og slógi.
Þessi tilraun er þriggja ára, og skal ekkert um hana
sagt að sinni.
e. Samanburður á jarðeplaafbrigðum.
í tilraun þessari voru síðastliðið sumar reynd 8 af-
brigði. Er nú fylgt þeirri reglu að sleppa úr tilraun-
inni lélegum afbrigðum, jafnskjótt og séð verður að
þau eigi geta staðist samkepni við bestu afbrigðin. Við
þetta vinst það, að altaf er hægt að bæta nýjum af-
brigðum inn í tilraunina, án þess þó að afbrigðafjöld-
inn, frá ári til árs, verði svo mikill, að tilraunin af þeim
ástæðum verði ónákvæm. Einu nýju afbrigði var bætt
inn í tilraunina. Heitir það »Kerrs Pink« eða Eyvind-
arkartöflur, og er orðið þjóðkunnugt fyrir skrif hr.
garðyrkjuráðunauts Ragnars Ásgeirssonar um það.
Hér reyndist þetta afbrigði lakast af þeim 8 afbrigðum,
sem í tilrauninni voru síðastliðið sumar, en of fljótt er
þó að kveða dóm upp yfir því, eftir eins árs reynslu.
Annars gáfu öll afbrigðin, að þessu einu undanskildu,
mjög góða uppskeru, mismunurinn á þeim lá aðallega
í stærð kartaflanna. Jafnastar og stærstar kartöflur
gaf »Up to date« og Kristjáns Sigurðssonar kartöflur
no. I, en þessi afbrigði eru sennilega eitt og hið sama.
Tidlig Rósin gaf líka, eins og að undanförnu, mjög
góða uppskeru af stórum og jöfnumj kartöflum.
Stærsta kartaflan, sem vegin var hér í sumar, vóg
600 gr. og tilheyrði »Up to date«. Stærsta kartafla af
Rósinni vóg 580 gr. Margar kartöflur af þessum teg-