Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Side 25
27
skiftir um sína aðalstarfsmenn, getur ekki náð þeirri
festu í starfinu og framkvæmdum öllum, sem einkenn-
ir starfsemi æfðra og kunnugra starfsmanna, en eink-
urn er þetta óheppilegt, þegar um margþættan félags-
skap er að ræða, sem hefur með höndum ýms vanda-
söm verkefni á tilraunasviðinu.
Vér skulum nó í stuttu máli skýra frá starfsemi
þeirri, sem Ræktunarfélagið hefur haft með höndum
í þau 25 ár, sem það hefur starfað.
2. Verksvið Rœktunarfélags Norðurlands.
a) Gróðrarstöðin og tilraunirnar.
í samræmi við stefnuskrá félagsins hefur þetta ver-
ið lang umfangsmesta verkefnið, það sem borið hefur
mestan sýnilegan og varanlegan vott um starfsemi fé-
lagsins, vakið athygli og aðdáun allra þelrra, sem í
Gróðrarstöð félagsins hafa komið og skapað vísir til
róttækrar reynslu í jarðrækt og garðrækt. Að gefa yf-
irlit yfir þessa starfsemi í stuttu máli er ógerningur.
Verður hér aðeins stiklað á aðalatriðunum.
Þegar Ræktunarfélagið hóf starfsemi sína, var hér
á Akureyri vísir til trjáræktarstöðvar. Sú stöð, sem
nó er orðin garður alsettur stórvöxnum trjám, eftir ís-
lenskum mælikvarða, var sett á stofn að tilhlutun amts-
ráðs Norðuramtsins, og sennilega mest fyrir forgöngu
Páls Briems, amtmanns, árið 1900. Til 1908 veitti
Dbrm. Jón Chr. Stephánsson stöðinni forstöðu, en það
ár fékk Ræktunarfélagið hana til eignar og umráða.
Þegar Ræktunarfélagið hóf starfsemi sína í hinu
svonefnda Naustagili, sunnan við Akureyrarbæ, þar
sem aðalstöð félagsins stendur nú, var land það, sem
félagið fékk þar til umiráða að nokkru leyti óræktar-