Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Síða 57
59
Blómrækt.
f vor, var blómræktin rekin dálítið öðruvísi en undan
farin ár. Vermireitir voru ekki lagðir úti, heldur var
vermihúsið notað í þeirra stað.
Sumu af blómafræinu var sáð fyrst í apríl í reit inn
í húsinu, og var það einkum sumarblómafræ, og fræ af
þeim plöntum sem ætlað er að blómstra á fyrsta sumri,
sem sáð var svo snemmia, ennfremur var inniblómum
sáð um líkt leiti.
Aftur var fjölæru blómafræi sáð um miðjan maí í
kassa eða fræskálar, og það látið spíra inni í vermi-
húsinu og standa þar, þangað til hægt var að planta
því út í sólreit.
Flest af fræinu spíraði vel og sumt ágætlega, og litlu
plöntunum fór vel fram í birtunni og hlýindunum, svo
fljótlega varð of þröngt um þær í sáðreitnum.
En af því tíðin var fremur köld og stirð, var ekki
hægt að planta í sólreiti, fyr en í maí-byrjun. Þoldu
ekki plönturnar að standa svo lengi í sáðreitnum, varð
því að planta þeim um í kassa og svo úr kössunum út
í garðinn, og fór það vel, með því að búið var smém
saman að bera kassana út og venja plönturnar þannig
við úti loftið, áður en þeim var plantað í garðinn. Þetta
fanst nokkur fyrirhöfn í bili, en það gleymdist fljót-
lega þegar plönturnar fóru vel að stöfnuro, urðu kröft-
ugar og báru fögur blóm.
Inniblómaplöntur voru hafðar í vermihúsinu í sum-
ar eftir því sem rúm leifði, og var margt selt af þeim
seinni partin í sumar og haust.
Það, sem reynt var með í vermihúsinu í sumar, lán-
aðist heldur vel, og gefur það vonir um að svo verði
framvegis. Og verður þá ekki langt að bíða þess, að
þörf verði að stækka húsið. Ekki þurfti að hita vermi-