Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Síða 112
118
II. Tilraun
Óvaltað, áborið
Valtað, áborið
Heyhestar pr. ha.
1913 1914 1915
41.4 36.6
50.0 39.6
Eftir tilrauninni að dæma, virðist áburðarverkanirn-
ar á fyrsta ári hafa orðið frá —1/3 meiri, þegar gadd-
valtað var, heldur en þegar grasvörðurinn var látinn
óhreifður, og eftirverkana hefur gætt talsvert á næsta
ári.
Auðvitað getur losun jarðvegsins líka haft talsverð
áhrif, en hinu má eigi heldur gleyma að gaddvöltunin
útaf fyrir sig er talsverð jarðspjöll, sem skilja gras-
vörðinn eftir flakandi í sárum, enda virðist reynslan
hafa sýnt, að árangurinn af gaddvöltun sé vafasamur,
þegar um lítið ræktað land er að ræða, þar sem gró-
magnið er of lítið, til þess að græða stungurnar strax
á fyrsta sumri.
Það virðist nú nokkurnveginn ljóst, að til þess að fá
sæmileg not af húsdýraáburði, verðum vér að koma
honum niður í jarðveginn. Þetta er nú tiltölulega auð-
velt, þegar um garðyrkju og nýrækt er að ræða, en aft-
ur á móti oft ókleift, þegar borið er á gróið land, með
þeim aðferðum, sem nú tíðkast. Þarf í þessu atriði að
verða algerð stefnubreyting og getur þá verið um 3 að-
ferðir að ræða.
1. Að plægja landið og bera undir strengina. Þessi
aðferð getur komið til greina að einhverju leiti. Gæti
verið um það að ræða, að taka túnin upp á þennan hátt,
smátt og smátt, t. d. á 10—20 árum, og bera ríflega
undir á þeim bletti, sem tekinn væri fyrir árlega. Auð-
vitað hefur þetta talsverða fyrirhöfn í för með sér, og
ekki getur verið um það að ræða að nota þessa aðferð
nema endrum og eins við sama landið.