Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Side 107
113
burð í einu lagi, á þetta bendir tilraun sú, sem hér fer
á eftir:
Köfnunarefnis-
tap %
Fastur og fljótandi áburður, aðskilin 10.5
Fastur og fljótandi áburður, blandaður 29.4
Fasti áburðurinn var geymdur í opnu haugstæði,
með afrensli til þvaggrifju í báðum tilfellum, svo alt
tapið orsakast af uppgufun köfnunarefnisins.
Eftir tilraununv/m að dæma, virðist aðalatriðið við
lárðingu áburðarins vera, að aðskilja fastam. og fljót-
andi áburð svo fljótt og svo vel, sem auðið er, leiða
þvagið í lagar og loftþétta gryfju, blanda mykjuna með
hæfilega miklu þurefni og geyma hana í vel uppbom-
um og samanþjöppuðum haug.
Margt virðist benda til þess, að aðal köfnunarefnis-
tapið í blönduðum áburði stafi frá köfnunarefni þvags-
ins, og er það skiljanlegt, þegar þess er gætt, að auð-
leystustu köfnunarefnissamböndin eru einmitt í þvag-
inu, og að þvagið er mun auðugra af köfnunarefnis-
samböndum heldur en mykjan.
Áburður undan íslenskri kú er talinn að vera um
10000 kg., og þvagið er talið að nema alt að s/10 hlutum
áburðarins eða 3000 kg. Það er nokkuð mismunandi
hve mikið af verðefnum áburðarins fylgir þvaginu, en
það mun óhætt að fullyrða, að hultföllin séu nærri því
er hér segir:
Köfnunarefn. % Fosforsýra % Kali %
í föstum áburði 50—60 100 20—35
í þvagi 40—50 0 65—80
Vér sjáum af þessu, að um helmingur jurtanærandi
efna áburðarins fylgir þvaginu, og hvað köfnunarefn-
8