Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Qupperneq 100
106
Það er varhugavert að nota smáa áburðarskamta á
óræktað eða lítið ræktað land, þeir geta oft orðið þess
valdandi, að hvorki hin raMnverulega áburðarþörf eða
hagurinn af áburðarnotkuninni komi skírt í Ijós.
Að lokum skulum vér reyna að gera oss ofurlitla
grein fyrir, hvernig hagfræðislega niðurstaðan af
þessum tilraunum verður fyrir hvern tilraunaflokk,
þegar gengið er út frá núgildandi verðlagi á uppskeru
og áburði. Það er dálítið erfitt að ákveða verð uppsker-
unnar eða, hvað áburðurinn m)á kosta mest pr. 100 kg.
af uppskeruaukning. Hlýtur það að verða mismunandi
eftir því, hvort um ræktað eða óræktað land er að ræða
og fleira getur komið til greina, sem gerir heyfenginn
mismiunandi verðmætan, eða tilkostnaðinn við öflun
heysins misjafnlega mikinn. Eg vil hér ganga út frá,
að hæsta áburðarverð pr. heyhest á ræktuðu landi megi
vera kr. 6.00 og kr. 4.00 á óræktuðu landi. Verð áburð-
arins var síðastliðið vor: Kali ca. 20 kr. 100 kg., supp-
erfosfat um 11 kr. og þýskur kalksaltpétur, sem jafn-
gildir Chilisaltpétri bæði að köfnunarefnisinnihaldi og
verkunum, kostaði um 28 kr. 100 kg. Verð kúamykj-
unnar verður aðallega innifalið í hirðingu hennar og
kostnaði við að bera hana á og má varla áætla það
minna en 3 kr. fyrir hver 1000 kg. Áburðarskamtarnir
kosta þá á ha.: 157 kg. kali kr. 31.40, 307 kg. supper-
fosfat kr. 33.77, 157 kg. saltpétur kr. 43.96, kali -)-
supperfosfat kr. 65.17, kali -f- saltpétur kr. 75.36, sup-
perfosfat -f- saltpétur 77.73, kali -f- supperfosfat 4-
saltpétur 109.13 og 11905 kg. kúamykja um kr. 35.70.
Á þennan hátt má reikna út ágóða eða tap fyrir hverja
tilraun. Vér skulum taka hér 2 dæmi: