Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Page 28
30
móar og sumpart framburður læks þess, sem fellur
niður gilið. Á landi þessu hóf félagið strax ýmiskonar
tilraunir og þar á meðal tilraunirnar með trjárækt og
blómrækt. ítarleg skýrsla um árangurinn af trjárækt
félagsins fram til ársins 1916 er birt í Ársritinu, 13.
árg. 1916, og verður sennilega birt framhald þeirrar
skýrslu mjög bráðlega. Árangurinn af trjárækt félags-
ins hefur orðið mjög glæsilegur, ekki einungis vegna
þess, að margar tegundir trjágróðurs bæði innlendra
og útlendra hafa náð ágætum þroska í stöð félagsins,
heldur er félagið einnig orðið þekt um land alt fyrir
uppeldi sitt á trjáa- og runnaplöntum. Hefir félagið ár-
lega sent frá sér fleiri hundruð ungplöntur, og er nú
svo komið, að félagið getur hvergi nærri fullnægt eft-
irspurninni. Valda því að nokkru leyti erfiðleikar, sem
urðu á uppeldi sumra trjátegunda á stríðsárunum
vegna þess, að fræ var ófáanlegt, er fyrst að rætast úr
þessu nú, en þó hljóta að líða ennþá nokkur ár þar til
fult jafnvægi getur komist á uppeldið.
Með starfsemi þessari hefur Ræktunarfélagið lagt
stóran skerf til rannsóknar og útbreiðslu íslenskrar
skógræktar.
Fyrst framan af önnuðust framkvæmdastjórarnir
trjá- og blómrækt félagsins jafnframt öðrum störfum.
En eftir því sem störfin jukust hjá félaginu, varð einn-
ing að auka starfskraftana. Þessvegna var ákveðið að
ráða garðyrkjukonu, er annaðist blóm- og trjáræktina
og kendi á garðyrkjunámsskeiðum félagsins. Til starf-
ans var fyrst ráðin Guðrún Þ. Björnsdóttir, nú frú á
Knararbergi og var hún í þjónustu félagsins frá 1915
-—23. Þá tók við starfinu ungfrú Jóna M. Jónsdóttir
frá Sökku og hefur hún gegnt því síðan.
Þá hefur félagið gert mjög mikið af jarðyrkjutil-
raunum bæði hvað garðrækt og grasrækt snertir.