Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Page 28

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Page 28
30 móar og sumpart framburður læks þess, sem fellur niður gilið. Á landi þessu hóf félagið strax ýmiskonar tilraunir og þar á meðal tilraunirnar með trjárækt og blómrækt. ítarleg skýrsla um árangurinn af trjárækt félagsins fram til ársins 1916 er birt í Ársritinu, 13. árg. 1916, og verður sennilega birt framhald þeirrar skýrslu mjög bráðlega. Árangurinn af trjárækt félags- ins hefur orðið mjög glæsilegur, ekki einungis vegna þess, að margar tegundir trjágróðurs bæði innlendra og útlendra hafa náð ágætum þroska í stöð félagsins, heldur er félagið einnig orðið þekt um land alt fyrir uppeldi sitt á trjáa- og runnaplöntum. Hefir félagið ár- lega sent frá sér fleiri hundruð ungplöntur, og er nú svo komið, að félagið getur hvergi nærri fullnægt eft- irspurninni. Valda því að nokkru leyti erfiðleikar, sem urðu á uppeldi sumra trjátegunda á stríðsárunum vegna þess, að fræ var ófáanlegt, er fyrst að rætast úr þessu nú, en þó hljóta að líða ennþá nokkur ár þar til fult jafnvægi getur komist á uppeldið. Með starfsemi þessari hefur Ræktunarfélagið lagt stóran skerf til rannsóknar og útbreiðslu íslenskrar skógræktar. Fyrst framan af önnuðust framkvæmdastjórarnir trjá- og blómrækt félagsins jafnframt öðrum störfum. En eftir því sem störfin jukust hjá félaginu, varð einn- ing að auka starfskraftana. Þessvegna var ákveðið að ráða garðyrkjukonu, er annaðist blóm- og trjáræktina og kendi á garðyrkjunámsskeiðum félagsins. Til starf- ans var fyrst ráðin Guðrún Þ. Björnsdóttir, nú frú á Knararbergi og var hún í þjónustu félagsins frá 1915 -—23. Þá tók við starfinu ungfrú Jóna M. Jónsdóttir frá Sökku og hefur hún gegnt því síðan. Þá hefur félagið gert mjög mikið af jarðyrkjutil- raunum bæði hvað garðrækt og grasrækt snertir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.