Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Side 6
8
lágt til brunatryggingar, og felur fundurinn stjórn-
inni að láta virða þær að nýju, og hækka bruna-
tryggingar eftir því«.
Samþykt í einu hljóði.
d) »ófáanlegar tillagaskuldir, kr. 99.20, leggur
fundurinn til að strikaðar séu út úr reikningum fé-
lagsins«.
Samþykt í einu hljóði.
e) »ófáanlegar skuldir viðskiftamanna, sem á-
rangurslaust hefur verið krafið um, og orðnar eru
um 4 ára eða eldri, leggur fundurinn til að strikað-
ar séu út úr reikningum félagsins«.
Samþykt með 23 :4 atkv.
f) »Fundurinn felur stjórninni að semja við
Kristján Jónsson í Nesi um árlegar afborganir af
láni því, er honum var veitt, og taka tryggingu fyrir
skilvísri greiðslu«.
Samþykt í einu hljóði.
g) »Greiði Valtýr Stefánsson ritstjóri ekki skuld
sína til félagsins að fullu fyrir næsta nýár, felur
fundurinn stjórninni að fá tryggingu fyrir eftir-
stöðvunum, enda borgi hann þá af þeim 5% vöxtu
frá n. k. áramótum«.
Samþykt í einu hljóði.
Þá voru lagðar fyrir fundinn »Tillögur til úrskurð-
ar«, frá endurskoðendum.
a, 1—3 Reikningshaldara færist til útgjalda kr. 4.70
a, 4 Reikningshaldara færist til tekna kr. 0.10.
a, 5 Upplýst með svarinu.
a, 6 Reikningshaldara færist til tekna kr. 0.30.
a, 7 Má við svo búið standa.
b, 1—4 Reikningshaldara færist til útgjalda kr. 0.30
c, 1—3 Reikningshaldara færist til tekna kr. 11.45.
Tillögur þessar samþyktar í einu hljóði,