Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Síða 34
36
legum breytingum háð. Á þessu tímabili, sem félagið
hefur haft verkfæraverslun með höndum hefur það,
eftir því sem næst verður komist, útvegað um 100
sláttuvélar, á annað hundrað herfi, hátt á þriðja
hundrað kerrur og auk þess mjög mikið af kerruhjól-
um, 17 rakstrai’vélar og 3 snúningsvélar. Ennfremur
hefur félagið útvegað mikið af plógum, moldskúffum
og fjölda ýmiskonar handverkfæra. Hve mikið félagið
hefur útvegað af tilbúnum áburði og grasfæri, er ekki
unt að segja með vissu, en óhætt mun að fullyrða, að
áburðarkaup félagsins hafi oltið á nokkrum hundruð-
um smálesta. þá útvegaði félagið einnig mjög mikið af
ýmiskonar girðingarefni. Það verður því eigi annað
sagt, en að verslun félagsins hafi verið margþætt og
umsvifamikil. —
c) Fræðslustarfsemin.
Annar aðalliðurinn í stefnuskrá félagsins var
fræðslustarfsemj, enda hefur hún altaf verið stór og
fjölbreyttur þáttur í starfsemi þess, en þar sem þessi
starfsemi hefur verið í mörgum liðum, verðum við að
taka hvern þeirra fyrir sig. •
1. Leiðbeiningaferðir.
Strax á fyrstu árum félagsins, voru menn sendir af
félagsins hálfu um félagssvæðið til leiðbeininga. Til
þessa starfa voru valdir færustu menn, sem völ var á,
og leiðbeindu þeir bændumi; einkum félagsmönnum,
viðvíkjandi jarðrækt, garðyrkju, áveitum, girðingum
o. fl. Þegar félagið er gert að sambandi búnaðarfélaga
á Norðurlandi 1910—12, kemst breyting á þessa starf-
semi. Þá eru skipaðir af félagsins hálfu hinir svoköll-
uðu sýslubúfræðingar og áttu þeir að annast leiðbein-
ingarnar og jafnframt að mæla árlega unnar jarða-