Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Side 44
46
ur er myndaður af smáupphæðum, sem félaginu hefur
áskotnast og er aðeins kr. 63.16.
Samtals nemur sjóðseign félagsins nú kr. 35610.55.
Af sjóðunum standa kr. 34124.77 inni hjá félaginu og
er aðalskuld félagsins nú við sjóðina, aðrar skuldir
nema aðeins kr. 6344.78.
Ennfremur er í vörslu félagsins Minningarsjóður
Stefáns Stefánssonar, sem er stofnaður með samskota-
fé er safnaðist að skólameistaranum nýlátnum, og er
sjóðurinn kr. 870.00.
5. Ýmsar aðrar eignir, en þær, sem hér hafa verið
taldar, á félagið, svo sem jarðyrkju- og heyvinnuáhöld,
skrifstofugögn, bókasafn, matreiðsluáhöld o. fl.
Hér að ofan hefur lauslega verið drepið á það, að
afleiðingar heimsstyrjaldarinnar hafi einnig náð til
þessa félagsskapar. Komu þær fram í ýmsum myndum.
Verslun félagsins með ýms jarðyrkjuverkfæri, einkum
hin stærri, fræ og tilbúinn áburð varð ótrygg, bæði
hvað verð og flutninga snerti, svo félagið beið tjón af.
Fjáröflun félagsins var ekki af samia skapi og tilkostn-
aðurinn við starfsmannahald og framkvæmdir þær, er
félagið varð að hafa með höndum. Þetta hvorttveggja
átti mestan þátt í því, að efni félagsins og geta mink-
aði og hnignunar varð vart um nokkur ár eftir stríðs-
lok. En sem betur fór stóð sá vanmiáttur félagsins ekki
lengi, því úr fer strax að rakna árið 1924. Varð þá
hvorttveggja í senn, að snúið var að því ráði að auka
framleiðsluna heima fyrir svo að félagið stæði meira
á eigin fótum en áður og, að félaginu auðnaðist að fá
mann í framkvæmdastjórastððuna, sem var í alla staði
starfinu vaxinn og hafði vit og vilja til að auka efni og
álit þess. Er óhætt að fullyrði, að þetta hafi tekist
framar öllum vonum á þessum 4 árum. Ef vér lítum
á efnahaginn, þá sjáum vér á töflunni hér að ofan, að