Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Síða 96
102
að þegar þetta á sér stað, þá myndi viðkomandi áburð-
arefni sambönd með ýmsum efnum í jarðveginum, sem
séu torleyst fyrir jurtimar.
Vér skulum nú athuga dálítið hina einstöku flokka
tilraunanna.
1. Tilraunir á túnum í góöri rækt.
Því miður eru þessar tilraunir altof fáar til þess að
ákveðnar ályktanir verði bygðar á þeim. Vér getum í
hæsta lagi bygt á þeim nokkurar ágiskanir, sem hafa
við miklar líkur að styðjast þegar tekið er tillit til eðlis
og ásigkomlulags túna vorra yfirleitt. Það sem helst
einkennir þessar tilraunir skal nú talið.
a. óáborið hefur gefið mjög góða uppskeru og er
það í fylsta samræmi við það, sem vér gátum vænst
eftir. Á þessi tún hefur verið borinn húsdýraáburður
um langt skeið, og þar sem þessi áburður leysist mjög
hægt, hafa safnast fyrir í túnunum byrgðar af áburð-
arefnum, sem jurtimar geta nærst á, þó enginn áburð-
ur sé borinn á eitt ár. Vér sjáum það líka, að 11905 kg.
af kúamykju á ha. gefa ekki mikinn uppskeruauka,
sem er 1 samræmi við það, er sagt var hér að framan.
b. Af tilbúna áburðinum er það aðeins Chilisaltpét-
urinn, sem nokkurar vemlegar verkanir hefur haft og
í sumum tilfellunum mjög miklar, þrátt fyrir það þó
ekki verði sagt, að verulegur skortur hafi verið á köfn-
unarefni í jarðveginum. Uppskeruaukningin af 157 kg.
Chilisaltpéturs hefur verið að meðaltali 11.7 hestar af
heyi af ha. Þetta samsvarar því, að hver 100 kg. af
Chilisaltpétri hafi gefið 745 kg. uppskeruauka eða
fengist hafi 48 kg. af heyi fyrir hvert kg. af köfnunar-
efni, sem borið var á í Chilisaltpétri.
Tilraunir þessar viröast benda til, aö vér getum auö-
veldlega haldiö gömlum, velræktuöum túnum í fullri