Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Qupperneq 104
110
trygging fyrir því, að áburðarhirðingin í þessum hús-
um sé góð. Til þess að geta gert oss grein fyrir hvern-
ig hirðing áburðarins eigi að vera, verðum vér fyrst
að athuga, á hvern hátt áburðartapið verður.
Áburðartapið fylgir venjulega tveimur leiðum, efnin
renna burtu eða gufa upp. Með brottrenslinu geta öll
þau efni, sem gera áburðinn verðmætan, tapast. Við
uppgufunina er það verðmætasta efni áburðarins, sem
fyrir tapinu verður, köfnunarefnið.
Þegar nú áburður, sem lítið eða ekkert hefur verið
blandaður þurefni, er settur í áburðarhús, þá sígur
lögurinn fljótlega úr áburðinum og myndar tjörn í
húsinu. Þegar svo þessi tjörn nær dyrum hússins, eru
skilyrðin venjulegast góð til þess, að brottrensli eigi
sér stað. Þetta er vitanlega mjög fljótleg aðferð, til
þess, að verða af með verðmæt efni áburðarins. Á-
burðartap það, sem verður á þennan hátt, liggur nú í
augum uppi. Hitt er ekki eins sýnilegt, að úr þessum
lagarkenda áburði gufa stöðugt verðmæt efni. Vitan-
lega er engum vorkunn, sem hefur lyktarfæri í óbrjál-
uðu ásigkomulagi, að finna þetta á stækjulofti því,
sem fyllir rúmið yfir áburðinum, en þetta stækjuloft
stafar frá loftkendum köfnunarefnissamböndum, sem
eru að gufa burtu úr áburðinum, og venjulegast eru
loftskifti áburðarhúsanna það ör, að þessi burtgufun
getur haldið áfram stöðvunarlaust allan þann tíma,
sem áburðurinn er geymdur í húsunum. f opnum haug-
stæðum stöðvast burtgufunin venjulegast að vetrinum,
við það að áburðurinn frýs, en 1 húsunum helst áburð-
urinn oftast þíður, eða lítið frosinn, allan veturinn og
gufar burtu jafnt og þétt.
Af þessu ætti það að vera ljóst, að það er hreinasti
misskilningur að halda að það nægi að byggja áburðar-
hús, til þess að hindra tap verðmætra efna áburðarins.