Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Blaðsíða 73
75
Um viktartöflur þessar er ekki sérlega mikið að
segja. Samræmið á milli hinna einstöku samanburðar-
reita er ekki altaf sem best og er það smáragróðurinn
sem veldur því aðallega. Þetta kemur mest fram á reit-
unum, sem engan saltpétur hafa fengið. Á reitunum,
sem fengu minni skamtinn af saltpétri, var mjög lítill
smári og á þeim, sem fengu stærri skamtinn, sást
smári alls ekki. Þetta atriði verkar aðeins í þá átt, að
gera saltpéturslausu liðina betri en þeir í raun og veru
ættu að vera. Dálítil mismunur var líka á landinu, sem
tilraunin var gerð á, reyndist suðurhluti þess nokkuð
þurrari heldur en norðurhlutinn og hafði þetta nokkur
áhrif á graslag reitanna. Ekki hefur þó þessi mismun-
ur nein teljandi áhrif á niðurstöðu tilraunarinnar, því
áhrif hans vóru lítil og koma jafnt niður á alli liði til-
raunarinnar.
Hey % er nokkuð mismunandi. Yfirleitt er hún
minni af þeim liðum, sem engan saltpétur hafa fengið,
og veldur því einkum smáragróðurinn á þessum liðum.
Heyið af þessum liðum þomar líka yfirleitt fljótar
heldur en af saltpétursliðunum og verður því betur
þurt þegar alt er tekið samtímis. Líka skal athvgli
vakin á því, hve lág hey % er sumarið 1926. Þetta staf-
ar af því, að grasið var ekki fyllilega þurt þegar vegið
var í fyrra skiftið og eins af því að uppskeran hraktist
dálítið. Sumarið 1925, er hey % af reit ó4 óeðlilega
lág. Hugsanlegt er að þetta stafi af viktarskekkju, en
er þó fremur ólíklegt, þar sem strax var tekið eftir
þessu þegar heyið var vegið, svo skekkjan yrði þá að
liggja í grasviktinni. Uppskeran af þessum reit er þó
í fullu samræmi við uppskeru síðari ára, svo ósenni-
legt er að um viktarskekkju sé að ræða. Sennilegast er
að hey hafi fokið af reitnum, getur slíkt auðveldlega
orsakast af hvirfilvindum, en þar sem ástæðan til