Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Side 50
52
Uppskeran var sem hér segir:
Taða. Úthey. Jarðepli. Gulr. Fóðurr.
Land í ha. 11.0 0.3 0.3 0.02
Uppskera í 100 kg. 285.0 140.0 70.0 120.0 18.0
3. Kúabúið.
Það skortir ennþá mikið til, að kúabúið sé komið í
æskilegt horf. Að vísu gaf búið dágóðan arð síðastlið-
ið ár og líkur eru til að hið sarna eigi sér stað á þessu
ári. Nú eru aðeins eftir 4 af kúnum, er voru hér þegar
eg kom til Ræktunarfélagsins, og eru 2—3 af þeim
dauðadæmdar. Meðalnythæð fullmjólka kúa varð á
þessu ári 2543 lítrar. Fjósið og öll aðstaða er algerlega
ófullnægjandi, t. d. ekki hægt að fjölga kúm svo sem
þörf er á, ómögulegt að hirða áburð svo í lagi sé, og
öll hirðingin verkafrek og erfið. Aftur á móti er kúa-
búið nauðsynlegur liður í rekstri stöðvarinnar, og tak-
markið á að vera, að gera það svo úr garði, að hægt sé
að framkvæma þar kynbætur og ýmiskonar fóðurtil-
raunir. Stjórn félagsins hefur haft augun opin fyrir
þessu og hefur því ákveðið, nú á komandi ári, að gera
gagngerðar breytingar á kúabúinu, byggja fjós og
hlöðu ásamt nauðsynlegu húsrúmi fyrir áburð, svo
hægt verði að fjölga kúnum að miklum mun. Auðvitað
hefur þetta talsverðan kostnað í för með sér, en þar
sem lönd félagsins leyfa þetta og tiltölulega auðvelt er
að auka heyfeng félagsins svo fullnægi miklu stærra
búi heldur en nú er, virðist þetta vera fyllilega rétt-
mætt, þar sem líka er auðvelt að sýna fram á, að þetta
hefur engan verulegan aukinn reksturskostnað í för
með sér, en er aftur á móti eina leiðin til þess að búið
geti orðið félaginu til sóma og stuðnings.