Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Side 105
111
Venjulegasta aðferðin til að hindra þetta tap, er að
bera einhver þau efni í flórinn, sem sjúga í sig áburð-
arlöginn, og er venjulegast notað til þess afrak, rofa-
mold, malað þurt torf eða mómylsna. Þetta er auðvitað
nauðsynlegt, en þó má ekki ganga svo langt í þessum
efnum, að áburðurinn verði svo þur, að hann falli illa
saman í haugstæðunum, því við það að loft kemst niður
í hauginn myndast í honum hiti og hraðar efnabreyt-
ingar, sem geta aukið það efnatap, er tilgangurinn var
að stöðva.
Einn ósiðurinn, sem tíðkast í hinum nýju áburðar-
húsum vorum, er sá, að moka áburðinum úr fjósunum
inn í húsin eða niður gegnum göt á flórunum, og láta
svo tilviljun ráða, hvernig um hann fer, þegar neðar
kemur. Afleiðingin verður sú, að yfirborð haugsins
verður miklu stærra, á hverjum tíma, heldur en nauð-
synlegt er og hann verður laus og loftkendur, sérstak-
lega ef sómasamlega hefur verið borið í flórinn.
Þegar vér komum á bæ og sjáum opinn haug, þá
höfum vér leyfi til þess að draga ályktun um búhygg-
indi bóndans, og skilning hans á verðmæti áburðarins,
af því hvernig gengið er frá haugnum. Eins getum vér
líka dæmt bóndann, sem bygt hefur haughús, ekki eft-
ir haughúsinu, heldur eftir því hvernig áburðurinn er
hirtur í húsið. Vér byggjum haughús til þess að auka
verðmæti áburðarins, en ekki til þess að fá tækifæri til
að kasta höndum að hirðingu áburðarins. Eigi áburð-
urinn að teljast vel hirtur í húsum, verðum vér að
hlaða honum upp í bríkur, 1 meter breiðar og þjappa
honum saman svo það sé sem minst loft í honum. Þeg-
ar vér þannig höfum hlaðið eina brík í fulla hæð, byrj-
um vér á annari og svo koll af kolli.
Vér höfum engar innlendar tilraunir, er geti sýnt
oss hvernig tapinu við geymslu áburðarins er háttað,