Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Síða 43
45
komið. Fjósið er fyrir 9 kýr, en þröngt og óþægilegt.
Hesthús fyrir 3 hesta. Haughús 8 X 4 m. á stærð var
bygt þar 1921, en er tæplega nothæft vegna afstöðu
þess við gripahúsin. Lítil íbúð fylgir þessari byggingu.
Síðastliðið vor var rifin gömul og léleg torfhlaða á
Galtalæk og byrjað á nýrri hlöðubyggingu. Rúmar sá
hluti hlöðunnar, sem búið er að byggja, tæpa 300 hesta
af heyi. Á komandi vori er ákveðið að fullgera hlöðu-
bygginguna og byggja þar ennfremur fjós fyrir 15 kýr
ásamt þvaggryfju.
3. Kvikfénaður félagsins er nú 9 kýr og 2 hestar.
Kúabú félagsins var sett á stofn 1916 með 5 kúm og
1 nauti. Kúabúið hefur fram á síðustu ár verið félaginu
til lítils sóma, og veldur því aðallega það, að búið
hefur verið vanrækt, kýrnar of fáar, en reksturs-
kostnaður þar af leiðandi hlutfallslega mikill og að-
staða, til nægilegrar fóðuröflunar og góðrar hirðingar
á gripunum, slæm. Væntanlega verður bætt úr þessu
misfellum í náinni framtíð, svo kúabúið verði ekki
einungis nauðsynlegur liður í tilraunastarfsemi félags-
ins, heldur og líka til arðs og sóma.
4. Sjóðir félagsins eru 5 að tölu. a) Æfifélagasjóður
er myndaður af innborguðum æfigjöldum félagsmanna.
Sjóðurinn var stofnaður 1907 með kr. 589.64, en er nú
kr. 17656.98. b) Búnaðarsjóður Norðuramtsins var af-
hentur félaginu til eignar og umráða þegar amtsráðin
lögðust niður. Hann var þá kr. 3384.22, en er nú kr.
7633.71. c) Gjafasjóður Magnúsar Jónssonar er stofn-
aður af 3000.00 kr. gjöf, sem Magnús Jónsson, gull-
smiður á Akureyri gaf félaginu 1906, og er sjóðurinn
nú kr. 7462.93. d) Minningarsjóður Moritz Fraenckels
er myndaður 1912 af kr. 1500.00, sem stórkaupmaður
M. Fraenckel í Gautaborg gaf félaginu á fyrstu árum
þess, og er sá sjóður nú kr. 2793.77. e) Gosbrunnssjóð-