Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Qupperneq 37
39
geng-ur til að framkvæma störf, sem auðvelt er að
framkvæma með ódýrari starfskröftum.
Sennilega hefði leiðbeiningastarfsemi félagsins altaf
átt að vera aðskilin frá mælingum jarðabóta, eins og
hún upprunalega var. Félagið hefði þá haft í þjónustu
sinni, um lengri eða skemri tíma á hverju sumri, einn
vel valinn mann, sem ferðast hefði um félagssvæðið og
leiðbeint bændum, en mælingastarfsemin verið falin ó-
dýrari mönnurn, eða verið í höndum búnaðarfélaganna
sjálfra.
2. Námskeið og fyrirlestrar.
í sambandi við rekstur Gróðrarstöðvarinnar hafa ár-
lega verið haldin námskeið. Meðan starfsemin var í
byrjun og verið var að brjóta og rækta land félagsins,
voru aðallega kend á þessum námskeiðum jarðyrkju-
störf, og sóktu þá aðallega námskeiðin piltar, en með
tímanum breyttust námskeið þessi í garðyrkjunám-
skeið. Námstíminn á námskeiðum þessum hefur lengst
af verið l/2 mánuður, en síðan 1917 hafa nokkurir
nemendur dvalið sumarlangt við verklegt nám í Gróðr-
arstöðinni. Samtals hafa 124 piltar og 181 stúlka dval-
ið á námSkeiðum félagsins, og þar af hefur einn pilt-
ur og 32 stúlkur verið þar til sumardvalar.
Vafalaust hafa þessir nemendur Ræktunarfélagsins
vakið áhuga fyrir jarðyrkju, garðrækt og skóggræðslu
út um Norðurland og víðar.
Auk þeirra hefur félagið stofnað til og stutt ýms
styttri námskeið, svo sem bændanámskeið, matreiðslu-
námskeið o. fl.
Þá hafa, í sambandi við leiðbeiningastarfsemina og
oftar, verið farnar fyrirlestrarferðir um félagssvæðið,
eða einhverja hluta þess, að tilhlutun félagsins, og flutt
erindi um búnaðarmál.