Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Blaðsíða 98
104
nokkuru meiri og áætla eg það um kr. 200.00. Þessir
120 hestar af töðu kosta þá, komnir í hlöðu eða hey-
stæði, kr. 650.00. Ætti bóndinn að afla sama fóðurs á
lélegum mýrslægjum, þyrfti hann að heyja 180 hesta,
og héldi hann kaupafólk til að afla þessara heyja, gæti
sá heyfengur heimkominn varla kostað minna en kr.
1000.00. Mismunurinn verður þá kr. 350.00, sem bónd-
inn græðir á því að auka ræktun túnsins, en leggja
niður mýraslægjuheyskapinn. Þetta er að vísu ekki
annað en dæmi, en þó bygt á sterkum líkum og því þess
vert að glöggir og góðir bændur taki það til alvarlegr-
ar íhugunar, því sennilega er þetta fljótlegasta og ó-
dýrasta leiðin til þess að auka töðufenginn, en draga
úr útengjaheyskapnum, sem nú á tímum er ekki líkleg-
ur til að draga úr framleiðslukostnaði búanna, nema
þar sem um úrvalsengi er að ræða.
2. Tilraunir á hálfræktaðri jörð.
Þær tilraunir, sem eru í þessum flokki, eru að því
leyti frábrugðnar þeim, sem voru í fyrsta flokki, að
uppskeran af óábornu reitunum er mun minni, sem
eðlilega orsakast af því, að lítill næringarefnaforði er
safnaður fyrir í jarðveginum. Hjer er Chilisaltpjetur-
inn ekki lengur einn um verkanirnar af tilbúna áburð-
inum, heldur hefur Supperfosfatið mjög góðar verkan-
ir í nokkrum tilfellum. Þó uppskeruaukningin sje hjer
í sumum tilfellum mjög sómasamleg þá er þó líklegt að
hún hefði orðið hlutfallslega betri, ef notaður hefði
verið stærri skamtur af köfnunarefnisáburði. Þessi til-
raunaflokkur gefur tilefni til eftirfarandi ályktunar:
1 hálfræktuðu graslendi mun oftastnær greinilegur
skortmr á auðleystu köfnunarefni, og ennfremyr oft
greinileg vöntun á öðrum jurtanærandi efnum, sjer-
staklega fosforsýru.