Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Blaðsíða 111
117
Niðurstaðan af þessum tilraunum hefur þá orðið sú,
að áburðurinn hefur tapað ]/2 af fyrsta árs verkunum
sínum, við að liggja 4 daga óplægður niður, eftir að
honum var ekið út á akurinn, og mun það láta nærri,
að tapið hafi þá numið y4—y3 af öllum áburðarverk-
unum hans. Þessi tilraun gefur góðar bendingar um
það, hvernig áburðarnotin muni verða hjá oss undir
venjulegum kringumstæðum.
Nokkuð má einnig marka, af tilraunum þeim, sem
gerðar hafa verið með gaddvöltun hér í Gróðrarstöð-
inni, hve mikla þýðingu það hafi að koma áburðinum
niður í jarðveginn.
Gaddvöltun þessi var í því fólgin, að sérstöku herfi,
sem veltur á rúllum alsettum löngum göddum eða álm-
um, var ekið yfir landið. Gaddarnir gengu þá niður í
grassvörðinn og mynduðu þar þéttar stungur, áburð-
urinn var síðan mulinn á eftir herfinu og féll þá nokk-
ur hluti hans niður í stungurnar. Fyrst var gerð til-
raun með þetta 1913. Áburðarmagnið, sem var notað á
reit, samsvaraði 15000 þús. kg. á dagsláttu það ár, en
næstu tvö ár, var notaður tilbúinn áburður, og borið á
reitina sama áburðarmagn og á aðra hluta túnsins.
Gaddvaltað var aðeins fyrsta árið. Vorið 1924 var tek-
in fyrir ný tilraun, sem farið var með á sama hátt,
nema þá var borinn á reitina áburður, er samsvaraði
8000 kg. á dagsláttu.
Uppskeran af þessum tilraunum varð þannig 1913—
15 reiknuð út í 100 kg. heyhestum af ha.
Heyhestar pr. ha.
I. Tilraun 1913 1914 1915
óvaltað, áborið 43.6 44.6 41.0
Valtað, óáborið 46.6 41.0 39.4
Valtað, áborið 63.4 55.0 43.6