Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Side 36
38
ur. Suraar sýslurnar hafa verið tregar á fjárframlög
til styrktar starfseminni og kemur það þyngst niður á
búnaðarfélögunum í þeim sýslum. Sum búnaðarfélögin
vilja ekki hlíta þeirri ráðstöfun, að Ræktunarfélagið
hafi afskifti af mælingunum,, telja heppilegra og kostn-
aðarminna, að hver hreppur eða búnaðarfélög hafi sinn
mælingamann, en örðugt að verða við tilmælum þeirra
í þessum efnum, þar sem stjórn búnaðarmála er því
fremur mótfallin, að mælingamennirnir séu margir og
líka erfitt, með slíku fyrirkomulagi, að samræma mæl-
ingarnar leiðbeiningastarfsemi félagsins.
Hugmynd sú, sem í upphafi lá til grundvallar fyrir
leiðbeiningaferðum starfsmanna Ræktunarfélagsins og
skipun sýslubúfræðinga, var góð. Þessir menn áttu að
vera ráðunautar bænda í öllu því, sem búnað áhrærði,
og voru það líka á margan hátt. Hinsvegar er vafa-
samt að nokkurntíma hafi verið rétt að sameina þessa
starfsemi mælingum jarðabóta, þó svo kunni að virð-
ast í fljótu bragði. Mælingamar urðu aðalstörf sýslu-
búfræðinganna, leiðbeiningarnar hjáverk, sem stundum
gleymdust í mælinga-annríkinu. Til þess að fram-
kvæma jarðabótamælingar þarf aðeins meðalgreinda
menn, sem numið hafa grundvallaratriði flatar- og
rúmmálsfræði, en til þess að gefa leiðbeiningar, sem
bændur geti treyst og farið eftir, draga réttar ályktan-
ir af reynslu og athugunum bænda og gera þessi fróð-
leikskom nothæf almenningi, þarf faglærða menn með
glögt auga og gott verksvit. Eigi leiðbeiningarnar ekki
að verða kák eitt, þarf að fá til þessa starfa valda
menn, sem ekki er hægt að vænta að bjóðist, eða séu
fáanlegir til þess að gefa sig lengi við starfinu, fyrir
lítil laun, en niðurstaðan verður sú, með því fyrir-
komulagi, sem nú er, að mestur tími þessara manna