Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Blaðsíða 95
101
Eg skal taka það strax fram, að hin raunverulega
köfnunarefnisþörf getur í mörgum tilfellum verið hul-
in í þessum tilraunum, vegna þess, að köfnunarefnis-
magnið, sem notað hefur verið, er mjög lítið, svo þar
sem verulegt köfnunarefnishungur á sér stað, megnar
það ekki að hefja uppskeruna að mun. Af sömu ástæð-
um gæti það líka átt sér stað, að í sumum af þeim til-
raunum, þar sem enginn kali- eða fosforsýruskortur
virðist vera, þar kæmi hann í ljós, ef stærri skamtur
hefði verið notaður af köfnunarefni. Lágmarkskenning
Liebigs segir: Að þroski jurtanna takmarkist af því
næringarefni, sem. mestur skortur sé á í jarðveginum
í hlutfalli við þarfir jurtanna fyrir það. Vér sjáum, að
þetta lögmál gerir víða vart við sig í þessum tilraun-
um. Gott dæmi til að skýra þetta atriði er tilraunirnar
frá Hólum (no. 25 og 26). f þessum tilraunum er það
fosforsýran, sem setur algerð takmörk fyrir þroska
jurtanna. Án fosforsýru gefur köfnunarefnið enga eða
sára litla uppskeruaukning. En þegar bætt hefur verið
úr fosforsýruskortinum, verður köfnunarefnið hinn
takmarkandi faktor. Meðan fosforsýran ein megnar
aðeins að hefja uppskeruna um 14,7 og 16,7 hesta af
ha., þá hækkar hún um 30,3 og 38,1 heyhest af ha.,
þegar bæði fosforsýra og köfnunarefni eru borin á.
Hið sama kemur víða í ljós í þessum tilraunum, en ó-
víða eins greinilega og í þessum tveimur.
Annað atriði, sem eg vil vekja athygli á, viðvíkjandi
þessum tilraunum, er það, að áburðarblandan Kali -þ
Chilisaltpétur gefur mjög oft lakari raun heldur en t.
d. Chilisaltpétur einn. Slíkt hið sama kemur líka fyrir
með blönduna Kali -f Fosforsýru. Þó það sé ekki eins
greinilegt. Af hverju þetta stafar er ekki auðvelt að
segja. Svipað þessu er þekt frá áburðartilraunum er-
lendis, en ekki upplýst, hvað veldur, Líklegast er talið,