Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Side 80
82'
2. Köfnunarefnisþörf jarðvegsins er mjög mikil. 306
kg. af Noregssaltpétri á ha. fullnægja henni ekki og
næstu 306 kg., sem borin eru á, gefa alt eins mikla
uppskeruaukning eins og þau fyrstu. Hvort það gæti
borgað sig að bera ennþá meira á af köfnunarefnisá-
burði, heldur en gert hefur verið í tilraununum, sem
hér hefur verið lýst, er aðeins hægt að segja um með
nýrri tilraun, en vafalaust mætti ennþá auka uppsker-
una að miklum mun á þann hátt.
3. Uppskeruaukningin er ekki einungis fólgin í
þyngd uppskerunnar, heldur líka í breytingu jurta-
gróðursins og þá líka vafalaust í auknu næringargildi
uppskerunnar.
Tilraunirnar hafa vitanlega gefið bendingar um ótal
margt fleira, en þetta eru helstu ályktanirnar, sem
hægt er að draga af þeim, viðvíkjandi notkun tilbúins
áburðar hér í gróðrarstöð Ræktunarfélagsins.
II. Almenna þýðingin.
1. Áburðarþörf nýreektarlands er sennilega sjaldan
hin sama á fyrsta stigi nýræktarinnar og síðar þegar
áhrif ræktunarinnar eru farin að verka á landið.
2. Litlir áburðarskamtaránýræktarjörð og land, sem
lítil rækt er í, eru aldrei ráðlegir. Yfirleitt er spursmál
hvort vér ekki mjög oft notum of lítinn áburð og ekki
hvað síst þegar um tilbúinn áburð er að ræða. Eg skal
skýra þetta með ofurlitlu dæmi bygðu á niðurstöðunum
af tilraununum hér að framan. Eg vil þó taka það
skýrt fram að þetta er aðeins dæmi, en engin algild
regla, þó skýrsla sú, sem byrtist hér á öðrum stað í
ritinu um dreifðar áburðartilraunir, bendi til þess að
svipað eigi sér alloft stað.
Bóndi nokkur hefur sléttar grundir eða tún, sem ó-
áborið gefur 15 hesta af ha. Hann vill nú auka hey-