Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Side 10
12
f sambandi við 14. lið gjaldamegin, kom fram svo-
látandi tillaga:
»Fundurinn felur stjórninni að leitast við að koma
á nánara sambandi milli búnaðarfélaganna og R. N.
um verklegar framkvæmdir.«
Tillagan borin undir atkvæði og samþykt.
Enn kom fram svofeld tillaga frá fjárhagsnefnd:
»Út af erindi frá Búnaðarfélagi Ljósavatnshrepps,
um það að sérstakur trúnaðarmaður verði skipaður í
þeim hreppi, verður fundurinn að telja það ótiltæki-
legt að gera nokkrar sérstakar undantekningar að
því er þennan eina hrepp snertir.«
Um þessa tillögu urðu langar umræður alment, er
hnigu að því, hvort heppilegra væri að hafa trúnaðar-
mennina fáa eða marga. Að lokum var tillagan samþ.
mteð 20 : 2 atkvæðum.
Út af umræðunum kom fram svofeld tillaga:
»Aðalfundur Rf. Nl. lýtur svo á, að það sé heppi-
legra eins og nú er háttað, að mlælingamenn, eftir
Jarðræktarlögunum, séu ekki margir, og beinir því
til félagsins, að gæta varhuga við mikilli fjölgun
þeirra á næsta ári«.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykt með 18 :3
atkvæðum.
f sambandi við önnur fjárhagsmál félagsins, kom
fram svolátandi tillaga:
»Fundurinn felur stjórninni að athuga, hvort ekki
muni vera vinningur fyrir tilraunastarfsemi Rf. Nl.,
að fá sérstakan styrk til hennar frá því opinbera.
Skal stjórn félagsins svo leggja álit sitt fyrir næsta
aðalfund félagsins«.
Tillagan samþykt í einu hljóði.
11. Þessi tillaga kom fram:
»Fundurinn felur framkvæmdarstjóra félagsins,