Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Side 70
72
Síðasta árið sem tilraunin er starfrækt er reitunum
lýst hverjum fyrir sig. Sést af þessari lýsingu, að hinir
einstöku liðir hafa verið mjög mismunandi að útliti,
lakastur hefur liður 12 verið og þar næst liður 11 og
4. Yfirleitt virðist köfnunarefnisáburðurinn hafa haft
veruleg áhrif í þá átt að gera reitina útlitsfallega og
í-æktarlega.
Nú strax skulu ekki dregnar neinar endanlegar á-
lyktanir af niðurstöðum þessara tilrauna, fyrst vil eg
skýra frá tilraun þeirri, sem gerð var hér í Gróðrar-
stöðinni á árunum 1925—27, því sú tilraun varpar
talsverðu ljósi yfir ýms vafaatriði í tilraun þeirri, er
hér hefur verið skýrt frá.
B. Tilraunir 1925—1927.
Tilraun þessi var gerð með það fyrir augum, að fá
ennþá skýrara yfirlit yfir verkanir mismunandi stórra
skamta af tilbúnum áburði, heldur en fengist hafði
með tilrauninni 1914—17. Ef til vill hefði verið æski-
legt að halda þessari tilraun áfram nokkuru lengur en
3 ár, en þar sem tilraunin þegar hefur gefið mjög skýr
svör við spumingum þeim, er henni var ætlað að leysa
og ástæða er til, að birta svo fljótt, sem auðið er, alt
það er kastað getur ljósi yfir verkanir og þýðingu til-
búins áburðar hér hjá oss, þótti ekki rétt að halda til-
rauninni áfram lengur.
Landið, sem þessi tilraun var gerð á, liggur efst í
efri tilraunastöð Rf. Nl., rétt við hliðina á svæði því,
er notað hafði verið fyrir tilraunina 1914—17. Það
verður því að álítast, að uppruni þess lands, sem not-
að hefur verið fyrir þessar tvær tilraunir, hafi verið
mjög líkur. Jarðvegur landsins er sæmilega þur en
mjög leirblandinn og þéttur. Landið var alt vel gróið,