Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Side 30
32
auk þess hefur félagið haft samanburð á gulrófum,
fóðurrófum, káli, höfrum og mörgu fleiru.
Af tilraunum þessum hefur orðið mikill árangur.
Þær hafa, ásamt öðrum innlendum tilraunum, leitt það
í ljós, hvaða grasfrætegundir erlendar sje gerlegt að
nota hjer, að hin ýmsu matjurtaafbrigði eru mjög mis-
jafnlega arðviss og hefur verið reynt, eftir því sem unt
hefur verið, að útbreiða þær tegundir, sem telja verður
að best eigi við. Er nú svo komið, að enginn þarf að
renna blint í sjóinn um það, hvaða afbrigði matjurta-
tegunda hann eigi að rækta.
3. Ræktunartilraunir hefur fjelagið gert ýmiskonar,
sjerstaklega þó með ræktun garðjurta og er margt á
þeim að græða. Nú á síðari árum hefur aðkallandi þörf
slíkra tilrauna viðvíkjandi grasræktinni orðið þess
valdandi, að fjelagið hefur aukið landrými sitt um ca.
10 ha. af óræktuðu landi til þess að geta þar fram-
kvæmt grasræktartilraunir.
4. Síðasti flokkur þeirra tilrauna Ræktunarfjelags-
ins, er hér verða taldar, eru tilraunir með ýmiskonar
verkfæri. Þegar fjelagið hóf göngu sína var notkun
stærri jarðyrkju- og heyvinnuverkfæra í bernsku.
Ræktunarfjelagið tók sjer fyrir hendur að reyna slík
verkfæri og stuðlaði til þess á ýmsa vegu, að þau verk-
færi, sem vel reyndust, næðu útbreiðslu, má hiklaust
þakka Ræktunarfjelaginu útbreiðslu ýmsra stærri á-
halda svo sem sláttuvjela, herfa, plóga, vagna o. fl.
Það kom fljótt í ljós, að örðugt var að halda tilrauna-
starfseirfinni uppi í því formi, sem fyrst hafði verið
ákveðið. Tilraunir hjá einstökum mönnum voru víða
ekki framkvæmdar með þeirri nákvæmni, sem þörf
var á, og illa gekk að fá forstöðumenn fyrir auka-
stöðvarnar, eftirlit með þeim örðugt og skilningur við-
komandi sýslufjelaga á þýðingu þeirra ekki eins og