Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Síða 31
33
vænst hafði verið eftir. Niðurstaðan varð því sú, að
þessar tilraunir lögðust niður. Þrátt fyrir það höfðu
tilraunir þessar sína þýðingu og sennilega kemur hún
fyrst glögt í ljós nú þegar farið verður að taka þessa
starfsemi upp á ný með dálítið breyttu formi. Tilraun-
unum í aðalstöðinni var þó altaf haldið áfram; þó
hnignaði þeim mjög á kreppuárunum um og eftir stríð-
ið og má vafalaust kenna kreppu þeirri, er félagið þá
komst í, um það að nokkuru leyti og svo líka tíðum
starfsmannaskiftum hjá félaginu.
b. Verslun félagsms.
Vér tökum þann starfslið félagsins næstan vegna
þess, að hann var í upphafi bein afleiðing af tilrauna-
starfsemi þess.
Á þeim árum, sem félagið byrjar að brjóta nýjar
leiðir í jarðræktarmálunum, rannsaka þýðingu útlends
áburðar, fræs og ýmiskonar verkfæra, var varla að
ræða um neina þá stofnun aðra en félagið, er gæti tekið
að sér að bæta úr brýnni þörf manna í þessum efnum.
Það var því ekki einungis heppilegt heldur blátt áfram
brýn nauðsyn, að félagið hefði með höndum slíkar út-
veganir, sem á fyrstu árum félagsins voru ekki sérlega
umfangsmiklar. 1909 nemur verslun félagsins með
þessar vörutegundir aðeins kr. 6543.00, en þörfin vex
hröðum fetumj og bráðlega fara að koma fram raddir
um það, að félagið fullnægi ekki eftirspurnum félags-
manna í þessum efnum.
Árið 1911 er samþykt tillaga á aðalfundi félagsins
þess efnis, að fá kaupfélögin á félagssvæðinu til að
taka að sér verkfæraverslunina. úr þessu varð þó ekki
og verslun félagsins vex ár frá ári. Verslun þessi var
að ýmsu leyti óhagstæð fyrir félagið. Hún var of lítil,
3