Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Qupperneq 78
80
Ástæðan til þess, að áhrif köfnunarefnisáburðarins
fara vaxandi í tilrauninni 1914—17, er sennilega sú,
að gróðurinn er að mynda samfelda og þétta rót á
meðan tilraunin stendur yfir, en 1925—27 er landið,
sem notað er fyrir tilraunina, fullgróið, þar myndast
því samfeldur og fullþroska gróður strax, þegar jurt-
irnar fá þau næringarefni, sem þær skorti, og þar af
leiðandi verða verkanir köfnunarefnisins betri í þess-
ari tilraun heldur en í tilrauninni 1914—16. Einkenni-
legra er það atriði, að fósfórsýruáhrifin, sem virtust
allveruleg í tilrauninni 1914—17, eru alveg horfin í
tilrauninni 1925—26. Þetta verður tæplega skýrt á
annan hátt en þann, að við áframhaldandi ræktun
landsins, uppþurkun, áburð og notkun, hafi átt sér
stað efnabreytingar í jarðveginum, sem hafi orðið
þess valdandi að fosforsýrusambönd hafi myndast
jurtunum, aðgengileg, er geri fosforsýruáburð óþarfan
um lengri eða skemmri tíma og hið sama hafi líka átt
sér stað hvað kaliið áhrærir. Eitthvað þessu líkt á sér
vafalaust stað við alla nýi'ækt. Þannig er t. d. mjög
sennilegt að þrátt fyrir það þó mýrajarðvegur sé mjög
oft auðugur af köfnunarefnissamböndum, þá sé þörf
hans fyrir jurtanærandi köfnunarefnissambönd mjög
mikil á fyrsta stigi ræktunarinnar, en fari minkandi
eftir því seml áhrifa framræslu og ræktunar gæti
meira.
Eitt atriði, sem kom í ljós við tilraunina 1925—27,
er mjög eftirtektarvert. Það hefur áður verið tekið
fram að tilraunin var gerð á túni, sem leið af sýnilegu
áburðarhungri og sem bar lítinn gróður annan en kló-
elfting, þó bregður svo merkilega við, að köfnunarefn-
isreitirnir gefa ágæta uppskeru af grastegundum og
þó sérstaklega af háliðagrasi, sem, enginn vottur sást
fyrir áður en tilraunin hófst. Tilraunasvæðið er göm-