Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Side 29
31
Margar þessara tilrauna eru kunnar frá ársskýrslum
um starfsemi félagsins eða frá heildarskýrslum, sem
gefnar hafa verið um þær og birtar eru í Ársritinu.
Tilraunir þessar hafa verið framkv. á þrennan hátt:
1) í tilraunastöð félagsins. 2) í sýnisstöðvum þeim, sem
félagið setti á fót 1904—1905 á Húsavík, Æsustöðum,
Blönduósi, Sauðárkrók og Hólum í Hjaltadal. 3)
Dreifðar áburðartilraunir hjá bændum víðsvegar um
Norðurland á árunum 1904—8. Af tilraunum þessum
hafa þær, semi gerðar hafa verið í aðalstöð félagsins,
verið markverðastar og víðtækastar. Yrði of langt mál
að telja upp allar þær tilraunir, sem gerðar hafa verið
enda geta menn kynt sér það 1 Ársriti félagsins. Hér
skal aðeins drepið á örfá atriði, sem félagið hefur með
tilraunum sínum haft veruleg áhrif á.
1. Notkun áburðarefna hefur frá upphafi verið tek-
in til mjög ítarlegrar yfirvegunar hjá félaginu. Áður
en félagið hóf starfsemi sína, var notkun tilbúins á-
burðar lítið sem ekkert þekt hér á Norðurlandi, nú er
notkun þessara áburðarefna að verða almenn og við-
urkent, að öll hraðfara ræktun í stórum stíl sé ómögu-
leg án þeirra. Hefur Ræktunarfélagið átt drjúgan þátt
í því að útbreiða þekkingu á þessum áburðartegundum,
enda lagt stóran skerf til þess grundvallar, sem hér
verður að byggja á, sem er innlend reynsla. Þá hefur
félagið gert talsvert til þess að rannsaka ýmsar áburð-
ar aðferðir, gefa þær niðurstöður, sem félagið hefur
komist að í samibandi við nýjar erlendar tilraunir, á-
stæðu til að taka það málefni til miklu rækilegri yfir-
vegunar, heldur en hingað til hefur verið gert.
2. Tilraunir með tegundaval hefur félagið gert ýmis-
konar. Þektastar af tilraunum þessum eru tilraunir fé-
lagsins með grasfrætegundir og jarðeplaafbrigði, en