Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1927, Síða 54
Garðyrkjuskýrsla 1927
Veturinn var liðinn og þrír fyrstu sumardagarnir
voru líka liðnir, þó var vetrartíð, fost og hríðarveður,
24. apríl, þegar eg kom hér í Gróðrarstöðina. Það var
því ekkert skemtilegt að litast um úti og eiga að fara
að undirbúa garðyrkjustörf.
Alt öðruvísi var það, að koma inn í litla vermihúsið,
sem bygt var haustið áður. Þar var alt fult með nýjan
gróður, þar biðu ótal smáplöntur eftir því, að þær
yrðu færðar úr sáðreitnum og plantað, þar sem þær
gætu fengið betra rúm og þar af leiðandi betra tæki-
færi til að flýta sér að vaxa.
Það var svo yndislegt að sjá allan þennan nýja gróð-
ur og mega fara að greiða honum veg til lífs og ljóss.
Þó á margan hátt sé skemtilegt að fara mfeð plöntur,
er þó skemtilegast að planta um smáu plöntunum,
hvort sem það eru plöntur, sem hafa möguleika til að
verða að stórvöxnum trjám eða smáum blómum. Þær
gefa svo margar góðar vonir, sem að vísu stundum
geta brugðist, en oft gefa meiri og betri uppfyllingu en
ástæða er til að búast við, og það gerði mörg plantan
í sumar. Þó kalt væri framan af í vor, og þurkarnir í
maí og júní tefðu nokkuð vöxtinn, þá var allur gróð-
ur fljótur að ná sér, þegar rigningin kom, 29. júní, og
svo blessuð sumartíð á eftir.
Trjárækt.
Um trjáræktina er líkt að segja og undanfarin ár,