Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Side 2

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Side 2
2 urnar fyrir því, að eiginleikarnir erfist, gangi í ættir, eru að sjálfsögðu miklir, og þá einkum að foreldri gefi fyrir- heit um afkvæmi, samanber orðtakið: „Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni.“ Ekki er þessu þó ávallt treystandi. Ein- staklingar með æskilega eiginleika geta verið óhreinkynja , og afkvæmunum þá brugðið til beggja vona. Erfðir eru mjög margslungnar, og sumir eiginleikar, svo sem mjólkur- lagni og mjólkurfita, stjórnast af mörgum erfðavísirum, og i fer þá kynbótagildi einstaklinganna eftir því hve margir hagstæðir erfðavísirar eru sameinaðir í þeim, og örsjaldan eru þeir svo hreinkynja hvað mjólkurlagni og fitugæði áhrærir, að ekki geti út af brugðið með afkvæmin. í búfjár- kynbótum getur því „eplið fallið langt frá eikinni“ og gerir það oft. Reynslan hefur sýnt, að öruggasti mælikvarðinn á kyn- gæðum einstaklinganna eru afkvæmin, og aðeins rannsókn á afkvæmunum gerir kleift að meta foreldrin að verðleik- um. Þetta er þó svo aðeins öruggt, að unt sé að byggja dóminn á nógu mörgum afkvæmum, og dómurinn truflist ekki af óskyldum, utanaðkomandi áhrifum. Af skiljanlegum ástæðum verður oft að bíða alllengi eftir þeim dómi, er byggður skal á afkvæmum. Þó er þetta nokk- uð misjafnt eftir tegund búfénaðar og þeim eiginleikum, sem að er keppt. Þegar viðkoman er mikil og foreldrarnir eiga afkvæmi ungir, fæst dómur reynslunnar um afkvæmin tiltölulega fljótt og mun fyrr þegar eiginleikarnir, sem sótzt er eftir, eru vaxtarlag, holdafar, ullargæði eða þess háttar, heldur en þegar dæma skal eftir afurðum eins og mjólk og gæðum hennar, en það eru þeir eiginleikar, er mest áherzla er lögð á í nautgriparæktinni hér á landi. Upphuf S. N. E. og próun. S. N. E. er stofnað árið 1929 af sex nautgriparæktarfélög- um, sem þá voru flest nýstofnuð. Nf. Öngulsstaðahrepps var

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.