Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Blaðsíða 51
53
Á fyrstu árum aldarinnar voru fluttar til Kópaskers,
sennilega á vegum K. N. Þ., að minnsta kosti 2 kerrur og
fór önnur að Brekku en hin í Snartarstaði.
Á árunum 1904 og 1905 var byggð brú á Jökulsá í Öxar-
firði. Komu brúarsmiðirnir með nokkrar kerrur, er þeir
notuðu við flutning á grjóti, möl og sandi. Er brúarsmíð-
inni var lokið, keyptu bændur í Öxarfirði kerrurnar. Voru
það fyrstu kerrur, er komu í þá sveit.
Fyrstu jarðvrkjuverkfærin — plógur og herfi — munu
hafa komið hingað um 1901—1902. \'ar það Jóhannes Þór-
arinsson, búfræðingur frá Skógum, síðar bóndi í Garði, er
kom með þau frá Ólafsdal. En í Olafsdal var í tíð Torla
Bjarnasonar, skólastjóra, framleitt mikið af plógum, herf-
um, kerrum og aktygjum, og dreifðust þessi áhöld víða um
byggðir landsins með búfræðingum frá Olafsdalsskóla. Vann
Jóhannes með þessum jarðyrkjuverkfærum sínum í Búnað-
arfélagi Öxarfjarðar- og Presthólahrepps og seldi félaginu
})au, er hann hætti ])ar störfum.
Guðmundur Vilhjálmsson, búfræðingur frá Ytri-Brekk-
um, kom með plóg og herfi frá Olafsdal 1903 og munu það
vera fyrstu jarðyrkjuverkfærin, er flutt voru til Þórshafnar.
Þriðju jarðyrkjuverkfærin, er komu hingað í héraðið, keypti
Búnaðarfélag Keldhverfinga 1905 og notaði þau í mörg ár.
Árið 1898 var Björn Sigurðsson, bóndi í Ærlækjarseli,
staddur í Danmörku og sá þar tún slegin með sláttuvél, er
hestum var beitt fyrir. Við athugun á þessum vinnubrögð-
um, komst hann að þeirri niðurstöðu, að með svona vél
mætti slá eins stóra spildn á einni klukkustund og tveir
meðal menn slægju með orfum á dag. Leizt honum svo vel
á þessa vél, að hann keypti hana og flutti heim í Ærlækjar-
sel, en þar eru víðáttumiklar flæðiengjar, sléttar og gras-
gefnar og því upplagt sláttuvélarengi. Var þetta fyrsta sláttu-
vélin, sem kom í þetta hérað og önnur sláttuvélin, er til
landsins var flutt.
Skömmu eftir aldamótin komu sláttuvélar í Skóga í Öxar-