Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Page 78

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Page 78
80 6. Þessi tillaga kom frá Fjárhagsnefnd: „Fundurinn heimilar, að framvegis verði Arsritið gefið út aðeins einu sinni á ári og sendist aðeins þeim ævifélögum, sem undanfarið hafa greitt tilskilið áskriftargjald til félagsins." — Samþykkt samhljóða. 7. Tekið var fyrir erindi Gísla Kristjánssonar, er hann flutti fyrr á fundinum. Tóku margir til máls og urðu umræður fjörugar. Undir um- ræðunum kom fram eftirfarandi tillaga frá Hafst. Péturssyni: „Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands beinir þeirri áskorun til Búnaðarþings, að það vinni að aukinni leiðbeiningu í garðrækt á næstu árum á félagssvæði Ræktunarfélags Norðurlands, þar sem ekki hefur verið unnt að sinna óskum manna um leiðbeiningar í þessum málum.“ Samþykkt í einu hljóði. 8. Kosningar. a) kosinn í stjórn Steindór Steindórsson til þriggja ára; b) endurkosinn og varam. í stjórn til næstu þriggja ára Sigurður O. Björnsson: c) kosinn varamaður f stjórn til næsta árs Þorsteinn Davíðsson; d) kosinn varamaður í stjórn til næstu tveggja ára Armann Dalmannsson. í fundarlok flutti Steindór Steindórsson, formaður Ræktunarfél. þakkir til fundarins fyrir það traust, sem honum var sýnt með endur- kosningu í stjórn. Vék hann um leið þakkarorðum til ýmsra þeirra, er stutt hafa að hugðarefnum Ræktunarfélags Norðurlands fyrr og síðar. Formaður, Steindór Steindórsson, minntist þess, að íslen/k kartöflu- rækt ætti 200 ára afmæli á þessu ári og þakkaði forgöngumanni kart- öfluræktarinnar hér á landi, Birni Halldórssyni. Fleira ekki tekið fyrir til bókunar. Fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið. STEINDÓR STEINDÓRSSON. fíaldur Raldvinsson. Guðm. Jósafatsson.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.