Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Blaðsíða 21
21
hjá þeim, er mest hafa mjólkað, má margfalda dagsnytina
með 220 en aðeins með um 180 hjá þeim lökustu.
I næstu þremur dálkum, 6—8, eru hinar venjulegu af-
raksturstölur, sem notaðar eru við samanburð á mjólkur-
kúm, en það er ársnytin í kg, fitu % og fitueiningar, sem
eru margfeldi hinna talnanna tveggja. í töflunni er nythæð-
in miðuð við 304 daga mjólkurtímabil. Meðalfitan er fund-
in þannig, að reiknuð er út eftir hinum vikulegu mælingum
mjólk og fitueiningar hverrar viku, er síðan eru lagðar sam-
an og síðan samanlagðri nythæð deilt í samanlagðar fitu-
einingar. Fitueingarnar eru samnefnari mjólkur og fitu, og
má breyta þeim í kg smjörfitu með því að merkja tvo tölu-
stafi aftan af tölunum.
í dálkinn 9 og 10 er mesta dagsnyt og heildarnyt um-
reiknuð í 4% feita mjólk. Þetta ásamt fitueiningunum gef-
ur í raun og veru beztan samanburð, auk þess sem fóður-
þörfina verður að miða við 4% feita mjólk. Mjólkin er því
umreiknuð á þennan liátt við hverja mælingu. Tilrauna-
skeiðið er talið 304 dagar (samanb. 11. dálk). Ekki náðu
allar kvígurnar að nijólka svo lengi. Þannig hefur ein af
Ægisdætrum, nr. 9, orðið geld fyrr og tvær Vallardætur, nr.
23 og 26. Meðalmjólkurskeiðið hefur þó orðið jafnlangt í
báðum flokkum, en svo sem 12. dálkur sýnir, eru flestar
Ægisdætur í nokkurri nyt er tilraunaskeiðinu líkur, en Vall-
ardætur flestar geldar eða í lítilli nyt. A móti þessu kemur
það, að Ægisdætur hafa flutt tiltölulega meira burð en
Vallardætur, svo sem 15. dálkur sýnir.
í 13. og 14. dálki eru brjóstmælingar, sem gerðar voru á
kvígunum nýbornum og skömmu eftir að þær voru látnar
út vorið 1958. Engin af kvígunum hefur þreknað neitt telj-
andi á þessu tímabili. Sumar virðast jafnvel hafa grennst, er
orsakast sennilega af því, að við fyrri mælinguna voru þær
enn þá loðnar undan sumrinu. Vera má einnig, að sumar
kvígurnar hafi verið holdgrennri við vormælinguna heldur
en er þær voru mælar nýbornar. Hins vegar sýnir haustmæl-