Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Blaðsíða 43

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Blaðsíða 43
45 ólíklegt, að þeir hafi flutt slík tæki með sér, enda fór þá þúfnasléttun drjúgum í vöxt í Kelduhverfi. Árið 1905 keypti búnaðarfélagið plóg, herfi, hestareku og aktygi frá Ólafsdal, fyrir áeggjan Benedikts Bjarnasonar, er þá var formaður félagsins, og árið eftir hest til plæginga. Vorið 1908 hafði félagið vinnuflokk við jarðabótastörf und- ir stjórn Tryggva Nielssonar, búfræðings frá Nýjabæ. Búnaðarfélag Keldhverfinga, sem nú er 65 ára, er ekki aðeins elzta búnaðarfélag sýslunnar, það er líka eina bún- aðarfélagið af þeim, sem stofnuð voru í sýslunni fyrir síð- ustu aldamót, sem starfað hefur áfallalaust til þessa dags. Hinn 18. maí 1889, stofnuðu 10 bændur á Melrakka- sléttu félag, er þeir nefndu Æðarræktarfélag Sléttunga. Guðmundur Jónsson, bóndi Grjótnesi, boðaði til stofnfund- ar, setti fundinn og stjórnaði honum. Fyrsti formaður fé- lagsins var kosinn Geir Gunnarsson, bóndi á Harðbak. Aðal tilgangur félagsins var að eyða vargfugli í vörpum. Var heitið 2 kr. verðlaunum fyrir eyðingu arnar og katt- uglu, en lægri upphæð fyrir eyðingu svartbaks, fálka, hrafns o. fl. fugla. Mun eyðingin aðallega hafa farið fram með eitrun og borið nokkurn árangur. Annar tilgangur félags- ins var að fjölga æðarfuglinum með takmörkun eggjatöku. Mátti enginn taka fleiri egg úr hreiðri, en að eftir yrði til útungunar 3—4 egg. Skyldi hver varpeigandi merkja fyrstu 3—4 eggin í hverju hreiðri, svo öruggt væri, að þau yrðu ekki tekin til neyzlu. Þá var það og tekið fram í lögum fé- lagsins, að ekki mætti taka meiri dún úr hreiðri, meðan fuglinn lægi á en svo, að liver æður hefði nægan dún til að hylja eggin með, er hún yfirgæfi hreiðrið, og voru kosnir menn innan félagsins til að hafa eftirlit með, að þessum fyrirmælum yrði hlýtt. Þann 12. maí 1890, kom fram óánægja hjá félagsmönnum yfir hinu lága verði, er þeir fengu fyrir hreinsaðan æðardún, sem þá og áður mun hala verið seldur til Kaupmannahafnar. Var á þeim fundi sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.