Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Síða 47

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Síða 47
49 brátt allir bændur sveitarinnar og hefur það starfað óslitið til þessa dags og verið mjög athafnasamt. Vorið 1913, var stofnað Búnaðarfélag Presthólalirepps, og var Björn Sigurðsson, bóndi á Grjótnesi, er verið hafði for- maður Búnaðarfélags Öxarfjarðar- og Presthólahreppa, kos- inn formaður. Petta búnaðarfélag er enn starfandi og hefur unnið geysimikið að þúfnasléttun og þó sérstaklega að ný- rækt. Enda mun rnega telja það eitt athafnamesta og öflug- asta búnaðarfélag héraðsins. Einhverjar fyrstu jarðabætur, sem sögur fara af hér í sýslu, munu hafa verið gerðar í Þistilfirði, hjá hinum miklu athafnabændum, Arna Davíðssyni, bónda á Gunnarsstöð- um, og Jóni Björnssyni, bónda í Laxárdal. Um 1870 lét Árni Davíðsson hlaða flóðgarða og grafa skurði til áveitu á engjar jarðarinnar og lét einnig veita vatni á túnið, er var harðlent og vildi brenna í þurrkasumrum. Á sama tíma lét Jón Björnsson í Laxárdal, byrja á þúfnasléttun þar í túninu. Var rist ofan af þúfunum með torfljá, þúfurnar svo stungnar upp, flagið sléttað og síðan þakið með hinu ofan af rista torfi. Þá voru engir búnaðarskólar til í land- inu og litlar leiðbeiningar hægt að fá viðvíkjandi jarðabót- um, svo bændur urðu að byggja á eigin brjóstviti, enda áhöld svo frumstæð, sem verða mátti. Fyrsti undirristuspaðinn, er sást þar í sveit, kom með Ás- mundi Jóhannessyni frá Gunnarsstöðum, er mun hafa út- skrifazt frá búnaðarskólanum á Eiðum um 1890, og mun hann hafa verið fyrsti búfræðingurinn, sem vann að jarða- bótum hér í sýslu. Árið 1898 var stofnað Búnaðarfélag Þórshafnar. Aðal hvatamenn að þeirri félagsstofnun, voru þeir Snæbjörn Arnljótsson, verzlunarstjóri í Þórshöfn, og Friðrik Guð- mundsson, bóndi að Syðra-Lóni. Fyrsti formaður þess var Snæbjörn Arnljótsson. Þar sem ekkert búnaðarfélag var þá í Þistilfirði, gengu bændurnir á þremur austustu bæjunum í búnaðarfélag Þórshafnar. 4

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.