Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Blaðsíða 74
76
Fluttar kr. 90.500.00
4. Kaup á vélum og áhöldum................ — 60.500.00
5. Veittir ýmiss konar styrkir............ — 19.500.00
6. Móttaka bændaflokka og tillag til Stéttar-
sambands bænda ......................... — 9.000.00
7 Lagt í fyrirtæki ........................ — 30.000.00
8. Önnur gjöld............................. — 4.500.00
Samtals kr. 214.000.00
Þó að tölur þær, sem hér eru skráðar yfir styrki og aðrar
fjárveitingar, séu ekki stórar upphæðir, voru þær til ótrú-
lega mikils gagns á sínum tíma, enda veittar þegar mest
reið á hverju sinni og báru þá ríkulegan ávöxt eins og
skýrsla, er hér fer á eftir, um unnar jarðabætur á Sambands-
svæðinu á þessu 25 ára tímibili sýnir:
1. Áburðargeymslur ........ 8.354 m3
2. Túnasléttur.......... 1770.553 m'-
3. Nýrækt............... 6848.690 m2
4. Matjurtagarðar ....... 130.537 m2
5. Grjótnám ............... 2.347 m3
6. Framræsluskurðir..... 58.942 m3
7. Þurrheyshlöður....... 42.471 m3
8. Votheyshlöður .......... 2.988 m3
9. Girðingar ............ 260.566 m
í lögum Búnaðarsambands Norður-Þingeyinga, er sett
voru á stofnfundi Sambandsins, segir meðal annars:
Tilgangur félagsins er:
A. að efla framfarir í sem flestum greinum landbúnaðar-
ins á Sambandssvæðinu, einkum í öllu, er að jarðrækt lýtur.
Ofanskráð skýrsla um framkvæmdir Sambandsins, þau 25
ár, sem það hefur starfað, sýnir glöggt, að B. S. N. Þ. hefur
í allri sinni starfsemi trúlega fylgt þeirri stefnu, sem mörk-
uð var á stofnfundi þess 18. maí 1927. Enda ber skýrslan
það með sér, að umbæturnar eru svo miklar, að þær hljóta