Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Blaðsíða 53
1950 keypti Ræktunarsamband N.jÞing. fjórðu beltisdrátt-
arvélina, sem nú er í héraðinu.
Um síðustu aldamót var á Akureyri stofnað félag, er
nefndist Ræktunarfélag Norðurlands. Átti þessi félagsskap-
ur að taka til alls Norðurlands os: hafði heimilisfang á Ak-
ureyri.
Aðalstofnendur félagsins voru þeir Páll Briem, aintmað-
ur á Akureyri og Sigurður Sigurðsson, búfræðingur frá
Draflastöðum, skólastjóri á Hólum, síðar Búnaðarmála-
stjóri.
Tilgangur þessa félagsskapar var tvíþættur. í fyrsta lagi
að koma á fót Gróðrarstöð á Akureyri, þar sem hægt væri
að gera tilraunir með ræktun matjurta, fóðurjúrta, trjá-
rækt og tilraunir með notkun tilbúins áburðar, er þá um
nokkurt skeið hafði verið notaður með góðum árangri víða
um Norðurlönd, en var lítt þekktur hér á landi. Og í öðru
lagi að stuðla að útbreiðslu þekkingar á nýjum ræktunar-
aðferðum meðal bænda á félagssvæðinu og aukinni garð-
rækt. En þrátt fyrir virðingarverða viðleitni félagsins að
koma þessum síðari hluta stefnskrár sinnar í framkvæmd,
varð árangurinn minni en til var ætlazt, einkum í þeim hér-
uðum, er fjærst lágu miðstöð félagsins. Má fullyrða, að
áhrifa frá Ræktunarfélaginu og Gróðrarstöðinni á Akureyri
hafi gætt mjög lítið hér í N.Tingeyjarsýslu, sem að mestu
mun hafa stafað af því, hversu samgöngur milli héraða voru
erfiðar í þá daga, hversu sjaldan hægt var að sækja félags-
fundi héðan og hversu aðalfundir félagsins af sömu ástæð-
um voru sjaldan haldnir hér í sýslu. En aðalfundirnir voru
hvort tveggja í senn, fræðslu-, útbreiðslu- og skemmtifundir.
Vegna alls þessa, kynntust bændur þessa héraðs starfsemi
Ræktunarfélagsins og tilraunum Gróðrarstöðvarinnar næsta
lítið. Þar með er þó ekki sagt, að áhrif frá Ræktunarfélag-
inu hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá bændum hér, en