Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Blaðsíða 20
20
látnar út fengu þær ekkert kjarnfóður. Flestar þeirra voru
vel haldnar með það, en tvær þær beztu þó naumlega,
önnur í 13 hin í 10 kg. Þær hættu þó að vilja mat eftir að
þær komu út en græddu sig þó heldur fyrst í stað, og svo
var það með flestar kvígurnar. Sú aukning hélzt þó ekki
lengi og mun orsökin mest sú, að beitin var ekki nógu jöfn.
Afurðaaukningin lá nær einvörðungu í því, að mjólkurfitan
jókst verulega. Kvígunum var gefið dálítið þurrhey með
beitinni fyrst etfir að þær fóru út, en ekki átu þær nema
lítið af því.
Mjólkin var mæld, svo sem fyrr var sagt, úr hverri kvígu
í 304 daga, svo framarlega sem hún ekki varð geld áður, en
að því voru ekki mikil brögð. Þó voru nokkrar að verða
geldar er mælingum lauk, en aðrar enn í nokkurri nyt.
Árangur rannsóknarinnar.
Á töflu þeirri, er fylgir hér ineð er dreginn saman megin
árangur þessarar afkvæmarannsóknar og skal hann nú rædd-
ur nánar ('Tafla 1).* Fyrstu 4 dálkar töflunnar, númer, fæð-
ingardag, burðardag og aldur við burð, þarf ekki að skýra
frekar en orðið er. Með fimmta dálkinum, sem heitir mjólk
mest á dag, hefst hin eiginlega rannsókn og samanburður
á kvígunum, því þótt í þessum dálk sé aðeins greint frá
hæstu dagsnyt, sem kvígurnar komast í eftir burð, hefur
reynslan sýnt, að milli þessa og ársnytarinnar eru ákveðin
tengsl, svo að af hæstu dagsnyt má ráða, ef allt er með
felldu, fóðrun, hirðing og heilbrigði, hve mikil ársnytin
muni verða. Má vera, að þetta sé betri mælikvarði á mjólk-
urhæfni kúnna en ársnytin, sem er mun meira háð utanað-
komandi truflunum, að sama skapi og það tekur lengri tíma
að fá hana ákvarðaða. Virðist svo sem mjólkin hjá kvígun-
um í röska 300 daga hafi orðið sem næst þannig: Hæsta dags-
nyt x 200. Þetta er þó nokkuð mismunandi en þó þannig, að
* (Aðaltafla I er á bls. 22-25).