Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Blaðsíða 69

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Blaðsíða 69
71 undirbúið og óskar, að fundurinn taki til meðferðar. Þá eru og tekin til umræðu þau mál, er fulltrúar og aðrir fundar- menn flytja. Eftir að kjörbréf fulltrúa hafa verið rannsökuð, flytur formaður skýrslu stjórnarnefndar og skýrir frá fram- kvæmdum á liðnu starfsári. Þá leggur hann fram reikninga Sambandsins til umræðu og samþykktar. Að þessu loknu eru önnur dagskrármál tekin til umræðu í þeirri röð, er fund- arstjóri telur bezt henta. A hverjum aðalfundi Sambandsins er kosin ein eða fleiri nefndir til að athuga og gera tillögur um hin vandasamari og umfangsmeiri mál, sérstaklega fjár- mál, og fá slík mál því tvær umræður áður en þau eru til lykta leidd. A fundum Sambandsins voru ölf þau mál, er tif umræðu voru, athuguð og rædd gaumgæfilega og ekkert til sparað, að þau fengju sem bezta afgreiðslu, enda flest, að umræð- um loknum, afgreidd með samhljóða atkvæðum fulltrúa. Venjulega standa aðalfundir Sambandsins í tvo daga, en aukafundir og kjörfundir einn dag. Þó getur komið fyrir, að aðalfundir hafi svo umfangsmikil og vandasöm mál til með- ferðar, að fundir standi fram á þriðja dag. Hafa þessir fund- ir yfirleitt verið mjög ánægjulegir, því þar hefur ríkt ein- ing og samhugur og eru því margar ljúfar endurminningar við þá tengdar. Má í því sambandi nefna, að þegar aðal- fundur Sambandsins var haldinn á Raufarhöfn, bauð Bún- aðarfélagið fundarmönnum til veizlu í samkomuhúsi stað- arins, og var setið þar við ræðuhöld, söng og annan fagnað og rausnarlegar veitingar, fullar þrjár klukkustundir. Var samkvæmi þetta hið ánægjulegasta. Samkvæmt lögum um kosningar til Búnaðarþings, áttu Búnaðarsamböndin í Norður- og Suður-Þingeyjarsýslum rétt til í sameiningu að kjósa 1 fulltrúa og átti fyrsta kosn- ingin að fara fram sumarið 1932. Var sá fundur haldinn að Laxamýri 25. júní. Sóttu þann fund fulltrúar frá B. S. N. Þ. Var Jón H. Þorbergsson, bóndi að Laxamýri, kosinn full- trúi Sambandanna á Búnaðarþing. Að fundi loknum var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.