Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Blaðsíða 69
71
undirbúið og óskar, að fundurinn taki til meðferðar. Þá eru
og tekin til umræðu þau mál, er fulltrúar og aðrir fundar-
menn flytja. Eftir að kjörbréf fulltrúa hafa verið rannsökuð,
flytur formaður skýrslu stjórnarnefndar og skýrir frá fram-
kvæmdum á liðnu starfsári. Þá leggur hann fram reikninga
Sambandsins til umræðu og samþykktar. Að þessu loknu eru
önnur dagskrármál tekin til umræðu í þeirri röð, er fund-
arstjóri telur bezt henta. A hverjum aðalfundi Sambandsins
er kosin ein eða fleiri nefndir til að athuga og gera tillögur
um hin vandasamari og umfangsmeiri mál, sérstaklega fjár-
mál, og fá slík mál því tvær umræður áður en þau eru til
lykta leidd.
A fundum Sambandsins voru ölf þau mál, er tif umræðu
voru, athuguð og rædd gaumgæfilega og ekkert til sparað,
að þau fengju sem bezta afgreiðslu, enda flest, að umræð-
um loknum, afgreidd með samhljóða atkvæðum fulltrúa.
Venjulega standa aðalfundir Sambandsins í tvo daga, en
aukafundir og kjörfundir einn dag. Þó getur komið fyrir, að
aðalfundir hafi svo umfangsmikil og vandasöm mál til með-
ferðar, að fundir standi fram á þriðja dag. Hafa þessir fund-
ir yfirleitt verið mjög ánægjulegir, því þar hefur ríkt ein-
ing og samhugur og eru því margar ljúfar endurminningar
við þá tengdar. Má í því sambandi nefna, að þegar aðal-
fundur Sambandsins var haldinn á Raufarhöfn, bauð Bún-
aðarfélagið fundarmönnum til veizlu í samkomuhúsi stað-
arins, og var setið þar við ræðuhöld, söng og annan fagnað
og rausnarlegar veitingar, fullar þrjár klukkustundir. Var
samkvæmi þetta hið ánægjulegasta.
Samkvæmt lögum um kosningar til Búnaðarþings, áttu
Búnaðarsamböndin í Norður- og Suður-Þingeyjarsýslum
rétt til í sameiningu að kjósa 1 fulltrúa og átti fyrsta kosn-
ingin að fara fram sumarið 1932. Var sá fundur haldinn að
Laxamýri 25. júní. Sóttu þann fund fulltrúar frá B. S. N. Þ.
Var Jón H. Þorbergsson, bóndi að Laxamýri, kosinn full-
trúi Sambandanna á Búnaðarþing. Að fundi loknum var