Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Side 43

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Side 43
45 ólíklegt, að þeir hafi flutt slík tæki með sér, enda fór þá þúfnasléttun drjúgum í vöxt í Kelduhverfi. Árið 1905 keypti búnaðarfélagið plóg, herfi, hestareku og aktygi frá Ólafsdal, fyrir áeggjan Benedikts Bjarnasonar, er þá var formaður félagsins, og árið eftir hest til plæginga. Vorið 1908 hafði félagið vinnuflokk við jarðabótastörf und- ir stjórn Tryggva Nielssonar, búfræðings frá Nýjabæ. Búnaðarfélag Keldhverfinga, sem nú er 65 ára, er ekki aðeins elzta búnaðarfélag sýslunnar, það er líka eina bún- aðarfélagið af þeim, sem stofnuð voru í sýslunni fyrir síð- ustu aldamót, sem starfað hefur áfallalaust til þessa dags. Hinn 18. maí 1889, stofnuðu 10 bændur á Melrakka- sléttu félag, er þeir nefndu Æðarræktarfélag Sléttunga. Guðmundur Jónsson, bóndi Grjótnesi, boðaði til stofnfund- ar, setti fundinn og stjórnaði honum. Fyrsti formaður fé- lagsins var kosinn Geir Gunnarsson, bóndi á Harðbak. Aðal tilgangur félagsins var að eyða vargfugli í vörpum. Var heitið 2 kr. verðlaunum fyrir eyðingu arnar og katt- uglu, en lægri upphæð fyrir eyðingu svartbaks, fálka, hrafns o. fl. fugla. Mun eyðingin aðallega hafa farið fram með eitrun og borið nokkurn árangur. Annar tilgangur félags- ins var að fjölga æðarfuglinum með takmörkun eggjatöku. Mátti enginn taka fleiri egg úr hreiðri, en að eftir yrði til útungunar 3—4 egg. Skyldi hver varpeigandi merkja fyrstu 3—4 eggin í hverju hreiðri, svo öruggt væri, að þau yrðu ekki tekin til neyzlu. Þá var það og tekið fram í lögum fé- lagsins, að ekki mætti taka meiri dún úr hreiðri, meðan fuglinn lægi á en svo, að liver æður hefði nægan dún til að hylja eggin með, er hún yfirgæfi hreiðrið, og voru kosnir menn innan félagsins til að hafa eftirlit með, að þessum fyrirmælum yrði hlýtt. Þann 12. maí 1890, kom fram óánægja hjá félagsmönnum yfir hinu lága verði, er þeir fengu fyrir hreinsaðan æðardún, sem þá og áður mun hala verið seldur til Kaupmannahafnar. Var á þeim fundi sam-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.