Frjáls verslun - 01.04.1997, Blaðsíða 12
LIKUR CLINTON
erkelhas<jórnunarfélag Islands hélt
aðalfund á dögunum en tilgangur
félagsins er að stuðla að bættri
verkefnastjórnun, meðal annars með því
að standa fyrir öflun og miðlun upplýsinga
um þetta fag. Ómar Imsland er formaður
félagsins. Forseti alþjóðasamtaka Evrópu,
IPMA, Klaus Pannenbacker, var sérstakur
gestur á aðalfundinum. Menn hölðu á orði
að hann væri líkur öðrum forseta, Bill
Clinton, forseta Bandaríkjanna. A meðfylgj-
andi mynd er Klaus lengst til vinstri ásamt
stjórn Verkefnastjórnunarfélagsins.
Qyrsti aðalfundur Pósts og síma hf.
var haldinn föstudaginn 2. maí sl.
en fyrirtækið varð formlega að
hlutafélagi um síðustu áramót. Hagnaður
Pósts og síma var tæplega 2,1 milljarður á
síðasta ári. Af þeirri upphæð runnu 860
milljónir beint í ríkissjóð. Rekja má yfir 1
milljarð af hagnaði Pósts og síma til nýrrar
aðferðar við að reikningsfæra símtekjur og
fyrir vikið reiknaðist símanotkun síðasta
árs yfir lengra tímabil en venjulega tólf
mánuði. Guðmundur Björnsson er for-
stjóri Pósts og síma hf. en Pétur Reimars-
son, forstjóri Arness í Þorlákshöfii, er
stjórnarformaður.
Póstur og sími:
Frá vinstri: Klaus Pannenbacker, Ómar Ims-
land formaður, Steinunn Huld Atladóttir,
Gunnar H. Sigurðsson, Kristján M. Ólafsson,
Helgi S. Gunnarsson, Guðrún Hilmisdóttir og
Þorsteinn Birgisson.
Rögnvaldur Ingólfsson frá Heil-
brigðiseftirliti Reykjavíkur (t.h.) af-
hendir Lofti R. Gissurarsyni gæða-
stjóra Vatnsveitunnar (t.v.) viður-
kenninguna.
Hann var þétt setinn bekkurinn á fyrsta aðalfundinum. Hér má sjá alþingis-
mennina Astu Ragnheiði Jóhannesdóttur og Kristján Pálsson fyrir miðri mynd.
Fyrir aftan þau má meðal annars sjá Ragnhildi Hjaltadóttur, skrifstofustjóra i
samgönguráðuneytinu.
FV-mynd: Kristín Bogadóttir.
Nýr bjór frá Ölgeröinni:
VATNSVEITAN
MEÐ VIÐURKENND
lgerðin Egill Skallagrímsson hefur sent á
markað nýja bjórtegund sem nefnist Sterk-
ur, enda er bjórinn 6,2% að styrkleika. Um
er að ræða ljósan bjór í líkingu við Egils Gull sem
er mest seldi bjór á íslandi en hann er 5% að
sfyrkleika. Ölgerðin framleiðir auk þess Tuborg
Grön og Egils Dökkan.
Hálft ár er frá því farið var að gera tilraunir
með Sterk. Þar sem hann er svonefhdur þróun-
arbjór hjá ATVR fer hann fyrst í reynslusölu og
er þvi aðeins seldur í eftirfarandi útsölustöðum
ÁTVR til að byrja með: Heiðrúnu á Stuðlahálsi,
í Kringlunni, á Eiðistorgi og á Akureyri. Sterkur verður eingöngu seld-
ur í hálfs lítra dósum til að byrja með. Þar sem verð á áfengi fer eftir
styrkleika er verðið á kippunni 1.380 kr. en einnig er hægt að kaupa
bjórdósir í stykkjatali og kostar þá hver dós 230 krónur.
Nýr bjór frá Ölgerð
Egils. Hann hettir
Sterkur og er G-ý' •
FV-mynd: Knstín
Bogadóttír
atnsveita Reykjavíkur heftir,
fyrst allra vatnsveitna á land-
inu, fengið viðurkenningu frá
Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur á innra
eftirlitskerfi Vatnsveitunnar sam-
kvæmt GÁMES kerfi.
12