Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.04.1997, Blaðsíða 34
SALA SUNDS HF. í OLÍS; UM 1,0 MILUARÐAR Það var laugardag- ur, 20. mars 1995. Fyrir hádegi þennan dag boðuðu ESSO og Texaco skyndilega til blaðamannafundar síðar þennan dag á Hótel Sögu. Fyrirvarinn var stuttur og tilefnið eldd gefið upp - aðeins tilkynnt að það yrði stórfrétt sögð á fundinum. Og það var hverju orði sannara! Gunnþórunn Jónsdóttir, ekkja Óla heitins í Olís, aðaleigandi Sunds hf., hafði selt Olíufélag- inu hf., ESSO, og Texaco 45% hlut Sunds í Olís á um 1 millj- arð króna. Jafnframt var þess getið að stofnað yrði heildsölufyrirtækið Olíudreifing sem ann- aðist innflutning og dreifingu á olíu beggja fyr- irtækjanna, ESSO og Olís. Vorið 1991 var sá hluti Sunds í Olís, sem var seldur, metinn á um 500 milljónir króna á hlutabréfamarkaðnum. Með öðrum orðum; hluturinn tvöfaldaðist á fjórum árum! Það þýddi ávöxtun upp á um 18% á ári að jafnaði. KAUP VÍS Á SKANDIA; UM 900 MILLJONIR Seint á síð- _____________ asta ári var sagt frá kaupum VÍS á þremur félögum Scandia í Svíþjóð hér á landi. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en það mun hafa verið í kringum 900 milljónir króna. Félögin þrjú sem VÍS keypti voru Fjárfestingarfélagið Skandia, Vátryggingafé- lagið Skandia og Liftryggingafélagið Skandia. Tvö síðar- nefndu félögin hafa verið felld inn í starfsemi VIS og LIFIS en utan um Fjárfestingarfélagið hefur verið stofnað nýtt félag, Fjárvangur hf. Scandia, hinn sænski tryggingarisi, kom hing- að til lands í júní árið 1991, þegar hann keypti 65% hlut í Reyk- vfskri tryggingu af Gísla Erni Lárussyni. En Gísli átti áfram 35% hlut í félaginu og stýrði því. Undir lok ársins 1991 var nafni félagsins breytt í Skandia ísland og hóf félagið harða samkeppni á markaði bílatrygginga hérlendis. I apríl 1992 keypti Scandia í Svíþjóð síðan Fjárfestingarfé- lag íslands og var nafni þess breytt í Fjárfest- ingarfélagið Skandia. Tryggingastarfsemi Skandia gekk afar illa og varð það til þess að Gísli Örn Lárusson hvarf af vettvangi Skandia undir lok ársins 1992 og hófust víðfræg málaferli á milli hans og Skandia í Svíþjóð. Álitið er að Scandia í Svíþjóð hafi lagt um 1,1 milljarð í rekstur á íslandi vegna kaupanna á Fjárfesting- arfélaginu, Reykvískri tryggingu, hlut Gísla Arnar Lárusson- ar á síðasta ári eftir málaferli og vegna taps af trygginga- rekstri sínum hérlendis á árunum 1991 og 1992. Hin 900 millj- óna króna sala vegur upp á móti tapinu þannig að endanlegt tap Scandia í Svíþjóð á rekstri hérlendis reyndist um 200 millj- ónir króna þegar upp var staðið. SALAN Á SR-MJÖLI; 770 MILUÓNIR Um mitt ár 1993 var Síldarverk- smiðjum ríkisins breytt í hlutfélag, SR-mjöl hf. í desember þetta ár seldi ríkið síðan hlut sinn í hlutafélaginu á 725 millj- ónir. Mikill styrr varð út af söluverðinu sem mörgum þótti of lágt. Salan fór fram eftir útboð verðbréfafyrirtækis. Fremur dreifður hópur Ijárfesta keypti hlut ríkisins. Á meðal helstu hluthafa í hópnum voru Eignarhaldsfélag Alþýðubankans, með 7,5% hlut, Lífeyrissjóður Austurlands, með 7,5% hlut, Sjó- vá-Almennar, með 7,5% hlut, og Lífeyrissjóður rafiðnaðar- manna, með 5,1% hlut. Eignaraðild var fremur dreifð en hluthafar á þessum tíma voru alls 177 talsins. Framreiknuð jafngildir sala ríkisins á SR-mjöli um 770 milljónum króna á núverandi verðlagi. Hópur ljárfesta undir forystu Harald- ar Haraldssonar í Andra, hópur sem hafði tekið hafði þátt í út- boðinu, höfðaði mál vegna þess að hans tilboði hefði ekki ver- ið tekið. Hópurinn hafði ekki erindi sem erfiði í þeim efnum. Salan stóð! kmmmmmmmmm SALA ÍSFÉLAGS VESTMANNAEYJA í SH; UM 740 MILLJÓNIR Nýlega seldi ísfélag Vestmannaeyja hlut sinn í SH, Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, á 740 milljónir króna. Fjórir fjár- festar keyptu þennan pakka. Lífeyrissjóður verslunarmanna var með 475 milljónir, Þróunarfélag íslands 100 milljónir og tveir hlutabréfasjóðir í vörslu Landsbréfa keyptu afganginn á 165 milljónir. Sigurður Einarsson, útgerðarmaður í Vest- mannaeyjum, er langstærsti eigandi ísfélags Vestmannaeyja eins og fram kemur í athyglis- verðri nærmynd um hann annars staðar hér í blaðinu. Sölumiðstöðin hefur fallið frá for- kaupsrétti sínum á hlut ísfélags Vestmanna- eyja í félaginu en eigendur Sölumiðstöðvarinnar eiga einnig forkaupsrétt og eru þeir nú að skoða málið. KAUP MARELS í CARNITECH; UM 730 MILLJÓNIR Marel keypti nýlega danska fyrirtækið Carnitech A/S af dönsku ijárfestingaríyrirtæki og tveimur einstaklingum. Kaupverðið fæst ekki gefið upp. Leiða má þó afar sterkar lík- ur að því að það sé í kringum 700 milljónir íslenskra króna. Vegna kaupanna á Carnitech efndi Marel til 550 milljóna króna hlutafjárútboðs og nýttu hluthafar í Marel sér forkaups- réttinn. Sölugengi í útboðinu var 13,75. I ljósi þess að Marel tók 200 milljóna króna lán hjá NIB vegna kaupanna er niðurstaðan sú að kaupverðið á Carnitech sé á bilinu 700 til 750 milljónir. Frá því kaupin á Carnitech komust í sviðsljósið hefur gengi bréfa í Marel verið í kringum 18,0. Þess má geta að velta Carnitech var um 2 milljarðar á síðasta ári. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.