Frjáls verslun - 01.04.1997, Blaðsíða 34
SALA SUNDS HF. í OLÍS; UM 1,0 MILUARÐAR
Það var
laugardag-
ur, 20. mars 1995. Fyrir hádegi þennan dag boðuðu ESSO og
Texaco skyndilega til blaðamannafundar síðar þennan dag á
Hótel Sögu. Fyrirvarinn var stuttur og tilefnið eldd gefið upp
- aðeins tilkynnt að það yrði stórfrétt sögð á fundinum. Og
það var hverju orði sannara! Gunnþórunn Jónsdóttir, ekkja
Óla heitins í Olís, aðaleigandi Sunds hf., hafði selt Olíufélag-
inu hf., ESSO, og Texaco 45% hlut Sunds í Olís á um 1 millj-
arð króna. Jafnframt var þess getið að stofnað
yrði heildsölufyrirtækið Olíudreifing sem ann-
aðist innflutning og dreifingu á olíu beggja fyr-
irtækjanna, ESSO og Olís. Vorið 1991 var sá
hluti Sunds í Olís, sem var seldur, metinn á um
500 milljónir króna á hlutabréfamarkaðnum. Með öðrum
orðum; hluturinn tvöfaldaðist á fjórum árum! Það þýddi
ávöxtun upp á um 18% á ári að jafnaði.
KAUP VÍS Á SKANDIA; UM 900 MILLJONIR
Seint á síð-
_____________ asta ári var
sagt frá kaupum VÍS á þremur félögum Scandia í Svíþjóð hér
á landi. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en það mun
hafa verið í kringum 900 milljónir króna. Félögin þrjú sem
VÍS keypti voru Fjárfestingarfélagið Skandia, Vátryggingafé-
lagið Skandia og Liftryggingafélagið Skandia. Tvö síðar-
nefndu félögin hafa verið felld inn í starfsemi VIS og LIFIS en
utan um Fjárfestingarfélagið hefur verið stofnað nýtt félag,
Fjárvangur hf. Scandia, hinn sænski tryggingarisi, kom hing-
að til lands í júní árið 1991, þegar hann keypti 65% hlut í Reyk-
vfskri tryggingu af Gísla Erni Lárussyni. En Gísli átti áfram
35% hlut í félaginu og stýrði því. Undir lok ársins 1991 var
nafni félagsins breytt í Skandia ísland og hóf félagið harða
samkeppni á markaði bílatrygginga hérlendis. I apríl 1992
keypti Scandia í Svíþjóð síðan Fjárfestingarfé-
lag íslands og var nafni þess breytt í Fjárfest-
ingarfélagið Skandia. Tryggingastarfsemi
Skandia gekk afar illa og varð það til þess að
Gísli Örn Lárusson hvarf af vettvangi Skandia
undir lok ársins 1992 og hófust víðfræg málaferli á milli hans
og Skandia í Svíþjóð. Álitið er að Scandia í Svíþjóð hafi lagt um
1,1 milljarð í rekstur á íslandi vegna kaupanna á Fjárfesting-
arfélaginu, Reykvískri tryggingu, hlut Gísla Arnar Lárusson-
ar á síðasta ári eftir málaferli og vegna taps af trygginga-
rekstri sínum hérlendis á árunum 1991 og 1992. Hin 900 millj-
óna króna sala vegur upp á móti tapinu þannig að endanlegt
tap Scandia í Svíþjóð á rekstri hérlendis reyndist um 200 millj-
ónir króna þegar upp var staðið.
SALAN Á SR-MJÖLI; 770 MILUÓNIR
Um mitt ár 1993
var Síldarverk-
smiðjum ríkisins breytt í hlutfélag, SR-mjöl hf. í desember
þetta ár seldi ríkið síðan hlut sinn í hlutafélaginu á 725 millj-
ónir. Mikill styrr varð út af söluverðinu sem mörgum þótti of
lágt. Salan fór fram eftir útboð verðbréfafyrirtækis. Fremur
dreifður hópur Ijárfesta keypti hlut ríkisins. Á meðal helstu
hluthafa í hópnum voru Eignarhaldsfélag Alþýðubankans,
með 7,5% hlut, Lífeyrissjóður Austurlands, með 7,5% hlut, Sjó-
vá-Almennar, með 7,5% hlut, og Lífeyrissjóður rafiðnaðar-
manna, með 5,1% hlut. Eignaraðild var fremur
dreifð en hluthafar á þessum tíma voru alls 177
talsins. Framreiknuð jafngildir sala ríkisins á
SR-mjöli um 770 milljónum króna á núverandi
verðlagi. Hópur ljárfesta undir forystu Harald-
ar Haraldssonar í Andra, hópur sem hafði tekið hafði þátt í út-
boðinu, höfðaði mál vegna þess að hans tilboði hefði ekki ver-
ið tekið. Hópurinn hafði ekki erindi sem erfiði í þeim efnum.
Salan stóð!
kmmmmmmmmm
SALA ÍSFÉLAGS VESTMANNAEYJA í SH; UM 740 MILLJÓNIR
Nýlega seldi ísfélag Vestmannaeyja hlut sinn í SH, Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna, á 740 milljónir króna. Fjórir fjár-
festar keyptu þennan pakka. Lífeyrissjóður verslunarmanna
var með 475 milljónir, Þróunarfélag íslands 100 milljónir og
tveir hlutabréfasjóðir í vörslu Landsbréfa keyptu afganginn á
165 milljónir. Sigurður Einarsson, útgerðarmaður í Vest-
mannaeyjum, er langstærsti eigandi ísfélags
Vestmannaeyja eins og fram kemur í athyglis-
verðri nærmynd um hann annars staðar hér í
blaðinu. Sölumiðstöðin hefur fallið frá for-
kaupsrétti sínum á hlut ísfélags Vestmanna-
eyja í félaginu en eigendur Sölumiðstöðvarinnar eiga einnig
forkaupsrétt og eru þeir nú að skoða málið.
KAUP MARELS í CARNITECH; UM 730 MILLJÓNIR
Marel keypti nýlega danska fyrirtækið Carnitech A/S af
dönsku ijárfestingaríyrirtæki og tveimur einstaklingum.
Kaupverðið fæst ekki gefið upp. Leiða má þó afar sterkar lík-
ur að því að það sé í kringum 700 milljónir íslenskra króna.
Vegna kaupanna á Carnitech efndi Marel til 550 milljóna
króna hlutafjárútboðs og nýttu hluthafar í Marel sér forkaups-
réttinn. Sölugengi í útboðinu var 13,75. I ljósi
þess að Marel tók 200 milljóna króna lán hjá
NIB vegna kaupanna er niðurstaðan sú að
kaupverðið á Carnitech sé á bilinu 700 til 750
milljónir. Frá því kaupin á Carnitech komust í
sviðsljósið hefur gengi bréfa í Marel verið í kringum 18,0.
Þess má geta að velta Carnitech var um 2 milljarðar á síðasta
ári.
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
34