Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.04.1997, Blaðsíða 43
Sigurður er stærsti eigandi ísfélagsins sem er foðurleifð hans og elsta starf- andi írystihús landsins. FV mynd: Sigurgeir Jónasson. Dreifingin í aldri þeirra er þannig að Sigurður hefur sést með „tvö sett“ af peyjum með sér og er yngra settið jafn- an með í för um þessar mundir. Þannig beitir Sigurður þeim uppeldisaðferðum sem hann vandist sjálfur í æsku, að kynnast atvinnulífinu frá fyrstu hendi frá upphafi. Sigurður mun hafa gefið sundlaug- inni rennibraut fyrir fáum árum og er það eitt af fáum dæmum um slíkar gjaf- ir frá honum. Gárungarnir sögðu hins vegar að hann hefði keypt rennibrautina til að geta setið óáreittur í pottinum meðan synir hans skröttuðust í renni- brautinni. DUGLEGUR í STJÓRNMÁLUM Sigurður er virkur í starfi Sjálfstæðis- flokksins í Eyjum og sat í bæjarstjórn fyrir flokkinn árum saman eða til ársins 1994. Hann telur ekki eftir sér að skrifa greinar í flokksblaðið, safna auglýsing- um og aka svo sonum sínum og vinum þeirra meðan þeir dreifa blaðinu í hvert hús eins og venja er í Eyjum. Þar kemur í ljós það sem vinir hans telja einn helsta kost hans, nefnilega hve alþýð- legur hann er og vel skipulagður og hef- ur alltaf tíma til þess að gera það sem hugur hans stendur til. Gagnrýnisraddir segja á móti að Sig- urður sé allt of valdamikill í hinu litla samfélagi Eyjanna þar sem hann drottni yfir mönnum í atvinnulífinu og það hafi áhrif á stjórnmálaáhrif hans og öfugt. Þeir telja að hann ætti að einbeita sér að atvinnulífinu en láta stjórnmálamönnum eftir stjórnmálin. Sigurður á marga kunningja en fáa vini. Hann er félagi í Akógesfélaginu í Vestmannaeyjum. Það er félag með leynilega stefnuskrá sem starfar með líkum hætti og hefðbundinn karlaklúbb- ur einu sinni í mánuði yfir veturinn. Konur eru ekki tækar í Akóges og eng- inn utan félags veit almennilega um hvað starfið snýst. Faðir Sigurðar var meðal stofnenda og stafurinn E í nafni félagins upphafsstafurinn í nafninu hans. Sigurður er handgenginn systkinum sínum en hefur sérstaklega gott sam- band við Agúst, bróður sinn, og eru þeir mjög nánir. Meðal náinna vina hans má einnig nefna Gunnlaug Sævar Gunn- laugsson, forstjóra Faxamjöls, og Bald- ur Guðlaugsson lögfræðing en þessir menn sitja báðir í stjórn Isfélagsins. Af heimamönnum í Eyjum má nefna Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóra til vina Sigurðar og Arnar Sigurmundsson, for- mann Samtaka fiskvinnslustöðva. Þessir kumpánar starfa saman í stjórnmálum og hafa myndað sterk vinatengsl þess utan. Einnig mætti nefna Þórarinn Sig- urðsson pottfélaga úr sundinu en Þórar- inn þessi er rafverktaki og formaður Hrekkjalómafélagsins í Vestmannaeyj- um og situr í stjórn Isfélagsins. Sigurður er ekki félagi í hinu ill- ræmda félagi hrekkjalómanna en mun vera boðsgestur þess við sérstök tæki- færi, s.s. á skötukvöldum. Þannig sýnir nærmyndin af Sigurði Einarssyni okkur mann sem hefur ávaxtað vel sitt pund með gætni, aðsjálni og vinnusemi, samviskusaman ijöl- skylduföður og harðfylginn atvinnurek- anda. 33 Nýir, stæltir og sterkir bílar til leigu um land allt. Við bjóðum nýja bfla sem uppfylla ströngustu kröfur Ilertz, á sex stöðum á landinu. Þú getur skilað bflnum á þeirn afgreiðslustað sem þér hentar best. Revkjavík: Aðalskrifstofa, Flugvallarvegi Reykjavíkurflugvelli Sími: 50 50 600 Símbréf: 50 50 650 Akureyri: Akureyrarflugvöllur Sími: 461 1005/461 2200 Egilsstíiðir: Egilsstaðaflugvöllur Sími: 471 1210/471 1208 llöfn: Ilornafjarðarflugvöllur Sími: 478 1250/478 1750 Keflavík: Flugstöð Leifs Eiríkssonar Sími: 425 0221 Vestinannaeyjar: Vestmannaeyjaflugvöllur Sími: 481 3300 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.