Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Side 43

Frjáls verslun - 01.04.1997, Side 43
Sigurður er stærsti eigandi ísfélagsins sem er foðurleifð hans og elsta starf- andi írystihús landsins. FV mynd: Sigurgeir Jónasson. Dreifingin í aldri þeirra er þannig að Sigurður hefur sést með „tvö sett“ af peyjum með sér og er yngra settið jafn- an með í för um þessar mundir. Þannig beitir Sigurður þeim uppeldisaðferðum sem hann vandist sjálfur í æsku, að kynnast atvinnulífinu frá fyrstu hendi frá upphafi. Sigurður mun hafa gefið sundlaug- inni rennibraut fyrir fáum árum og er það eitt af fáum dæmum um slíkar gjaf- ir frá honum. Gárungarnir sögðu hins vegar að hann hefði keypt rennibrautina til að geta setið óáreittur í pottinum meðan synir hans skröttuðust í renni- brautinni. DUGLEGUR í STJÓRNMÁLUM Sigurður er virkur í starfi Sjálfstæðis- flokksins í Eyjum og sat í bæjarstjórn fyrir flokkinn árum saman eða til ársins 1994. Hann telur ekki eftir sér að skrifa greinar í flokksblaðið, safna auglýsing- um og aka svo sonum sínum og vinum þeirra meðan þeir dreifa blaðinu í hvert hús eins og venja er í Eyjum. Þar kemur í ljós það sem vinir hans telja einn helsta kost hans, nefnilega hve alþýð- legur hann er og vel skipulagður og hef- ur alltaf tíma til þess að gera það sem hugur hans stendur til. Gagnrýnisraddir segja á móti að Sig- urður sé allt of valdamikill í hinu litla samfélagi Eyjanna þar sem hann drottni yfir mönnum í atvinnulífinu og það hafi áhrif á stjórnmálaáhrif hans og öfugt. Þeir telja að hann ætti að einbeita sér að atvinnulífinu en láta stjórnmálamönnum eftir stjórnmálin. Sigurður á marga kunningja en fáa vini. Hann er félagi í Akógesfélaginu í Vestmannaeyjum. Það er félag með leynilega stefnuskrá sem starfar með líkum hætti og hefðbundinn karlaklúbb- ur einu sinni í mánuði yfir veturinn. Konur eru ekki tækar í Akóges og eng- inn utan félags veit almennilega um hvað starfið snýst. Faðir Sigurðar var meðal stofnenda og stafurinn E í nafni félagins upphafsstafurinn í nafninu hans. Sigurður er handgenginn systkinum sínum en hefur sérstaklega gott sam- band við Agúst, bróður sinn, og eru þeir mjög nánir. Meðal náinna vina hans má einnig nefna Gunnlaug Sævar Gunn- laugsson, forstjóra Faxamjöls, og Bald- ur Guðlaugsson lögfræðing en þessir menn sitja báðir í stjórn Isfélagsins. Af heimamönnum í Eyjum má nefna Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóra til vina Sigurðar og Arnar Sigurmundsson, for- mann Samtaka fiskvinnslustöðva. Þessir kumpánar starfa saman í stjórnmálum og hafa myndað sterk vinatengsl þess utan. Einnig mætti nefna Þórarinn Sig- urðsson pottfélaga úr sundinu en Þórar- inn þessi er rafverktaki og formaður Hrekkjalómafélagsins í Vestmannaeyj- um og situr í stjórn Isfélagsins. Sigurður er ekki félagi í hinu ill- ræmda félagi hrekkjalómanna en mun vera boðsgestur þess við sérstök tæki- færi, s.s. á skötukvöldum. Þannig sýnir nærmyndin af Sigurði Einarssyni okkur mann sem hefur ávaxtað vel sitt pund með gætni, aðsjálni og vinnusemi, samviskusaman ijöl- skylduföður og harðfylginn atvinnurek- anda. 33 Nýir, stæltir og sterkir bílar til leigu um land allt. Við bjóðum nýja bfla sem uppfylla ströngustu kröfur Ilertz, á sex stöðum á landinu. Þú getur skilað bflnum á þeirn afgreiðslustað sem þér hentar best. Revkjavík: Aðalskrifstofa, Flugvallarvegi Reykjavíkurflugvelli Sími: 50 50 600 Símbréf: 50 50 650 Akureyri: Akureyrarflugvöllur Sími: 461 1005/461 2200 Egilsstíiðir: Egilsstaðaflugvöllur Sími: 471 1210/471 1208 llöfn: Ilornafjarðarflugvöllur Sími: 478 1250/478 1750 Keflavík: Flugstöð Leifs Eiríkssonar Sími: 425 0221 Vestinannaeyjar: Vestmannaeyjaflugvöllur Sími: 481 3300 43

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.