Frjáls verslun - 01.04.1997, Blaðsíða 27
Bg held að mótíætistíma-
bilin hafi haldið fyrir-
tækinu ungu og neytt
það til að aðlaga sig að breytt-
um aðstæðum og efla um leið
sína starfsemi. Það einkennir
e.t.v. fyrirtæki í þessum bransa
að þau búa við ákveðið jafnvægi
en þar sem þau sinna fjölþættri
starfsemi á mörgum sviðum
um land allt er nauðsynlegt að
þau hafi sterka uppbyggingu og
þoli tímabundið álag og mót-
læti,” sagði Einar Benedikts-
son, forstjóri Olíuverslunar Is-
lands sem verður 70 ára á þessu
ári, nánar tiltekið þann 3. októ-
ber.
Olís er elsta olíufélag lands-
ins en aðalstofnandi þess, Héð-
inn Valdimarsson, hóf starfsem-
ina með umboðssölu fyrir BP í
Bretiandi. Mikið vatn hefur
runnið til sjávar síðan og Olís
oft verið í umræðunni, ekki síst
þegar Oli Kr. Sigurðsson keypti
stærsta hluta fyrirtækisins á
sögulegan hátt árið 1986. Staða
félagsins var þá mjög slæm og
þrautaganga Ola við að bjarga
því fyrir horn og forða frá gjald-
þroti tók langan tíma. Þá sögu
þekkja flestir. Einar var ráðinn
til fyrirtækisins haustið 1992
eftir að Oli féll frá með svipleg-
um hætti og mætti þá mörgum
aðkallandi verkefnum.
„Þegar ég kom hér inn var
búið að vera í gangi mjög mikið
átak og búið að ná mjög góðum
árangri á tiltölulega skömmum
tíma í að bæta markaðsstöðu fé-
,,í dag skilgreinum við okkur ekki sem olíufélag heldur sem verslunar- og þjón-
ustufyrirtæki sem ætlar að vera leiðandi á þvi sviði sem það starfar á og bjóða góð-
ar og samkeppnishæfar vörur og þjónustu á hverjum tíma,” sagði Einar.
Mynd: Kristján Maack.
Olís fagnar 70 árunum:
SÓKN ER BESTA VÓRNIN
Einar Benediktsson, forstjóri Olís, segir ab þaö andstreymi, sem félagið gekk í
gegnum á fyrri árum, hafi hert starfsmenn og kennt þeim þá lexíu að finna
nýjar leiöir til lausnar - og aö sókn sé besta vörnin.
27